Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda.
Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda.
Mynd / smh
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir nautgripakjöt þar sem gert er ráð fyrir um sex prósenta meðaltalshækkun.

Ný verðskrá Sláturfélags Suðurlands tók gildi 15. júlí. Í tilkynningu segir að kýr, naut og alikálfar hækki um átta prósent, en aðrir flokkar um fjögur prósent. Einnig er greidd átta prósenta viðbót ofan á þá verðskrá sem var í gildi frá 1. apríl 2024.

Misjafnt milli flokka

Einar Kári Magnússon, aðstoðar­sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir að hækkanir hjá þeim séu einnig misjafnar á milli flokka og því mismunandi hvernig útkoman sé fyrir bændur. Mest sé verðhækkun á kýrkjöti, eða 11 prósent að jafnaði, ungneyti hækki um rúm fimm prósent en verð fyrir ungar kýr standi nokkuð í stað. Meðalhækkunin sé um sex prósent.

Meira þarf til

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bænda­samtökum Íslands, fagnar öllum hækkunum á afurðaverði. „Það hafa verið mjög erfið rekstrarskilyrði í nautakjötsframleiðslu síðastliðin ár. Líkt og rekstrarverkefni Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins um afkomu í nautakjötsframleiðslu hefur sýnt þá hafa afurðatekjur ekki staðið undir framleiðslukostnaði.

Svo ég fagna auðvitað öllum hækkunum á afurðaverði á nautakjöti, þó meira þurfi vissulega til. Vonandi verða fljótlega frekari hækkanir til bænda,“ segir Rafn.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...