Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vísitala neysluverðs (blá lína) frá janúar 2015 til október 2022. Auk þess sýnir hún þróun á undirvísitölunni 011 Matur (rauð lína) og 01124 Lambakjöt (grá lína). Einnig sýnir myndin þróun á reiknuðu afurðaverði dilkakjöts til bænda yfir sama tímabil (gul lína).
Vísitala neysluverðs (blá lína) frá janúar 2015 til október 2022. Auk þess sýnir hún þróun á undirvísitölunni 011 Matur (rauð lína) og 01124 Lambakjöt (grá lína). Einnig sýnir myndin þróun á reiknuðu afurðaverði dilkakjöts til bænda yfir sama tímabil (gul lína).
Fréttir 3. nóvember 2022

Hækkun á lambakjöti í takt við afurðaverð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verð á matvælum hækkaði um 1,6% milli mánaða og eru áhrif á vísitöluna 0,22%, en þar munar mestu um lambakjöt sem hækkaði um 16,2%. Nú í haust hækkaði afurðaverð til bænda um 35,5% sem skýrir að hluta til þá hækkun sem fram kemur á lambakjöti í vísitölumælingunni.

Hluti hækkunarinnar skýrist síðan einkum af hækkun á kostnaði við slátrun og vinnslu. Verð á öðrum matvörun, eins og nauta-, svína- og fuglakjöti, hefur annaðhvort lækkað eða staðið í stað milli mánaða miðað við aðra matvöru. Sé horft til tólf mánaða tímabils hefur lambakjöt, nýtt og frosið, hækkað um 19,5% og kjötvörur að meðaltali um 17,7%.

Hækkun smásöluverðs lambakjöts

Unnsteinn Snorri Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að sú hækkun sem nú kemur fram á lambakjöti sé fyrst og fremst komin fram vegna hækkunar á afurðaverði til bænda. „Afurðaverð til bænda hækkaði um 35,5% í haust og segja má að þar með hafi bændur loksins fengið leiðréttingu á afurðaverði frá því að afurðaverð hrundi haustið 2016 og 2017. Frá því í janúar 2015 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 33%. Með þeirri hækkun sem varð á lambakjöti nú í október hefur lambakjöt hækkað til jafns við vísitöluna. Hins vegar hefur afurðaverð til bænda ekki að fullu haldið í við þessa þróun. Það er kærkominn áfangi fyrir sauðfjárbændur að fá leiðréttingu á því verðhruni sem varð árin 2016 og 2017, en að sama skapi má segja að ekki hafi að fullu verið tekið tillit til þeirra miklu hækkana sem verið hafa á framleiðslukostnaði síðustu mánuði.“

Á hverju ári gefa Bændasamtök Íslands út reiknað afurðaverð fyrir lambakjöt sem byggja á gildandi verðskrá afurðastöðva hverju sinni.

„Haustið 2022 var reiknað afurðaverð 748 krónur fyrir kílóið og hækkaði milli ára um 196 krónur eða 35,5% milli ára. Áætlað meðalverð á heilum lambsskrokk í smásölu í október árið 2021 var um 1.450 krónur á kílóið. Vísitala lambakjöts í smásölu hækkar um 24,4% yfir þetta sama tímabil þannig að meðalverð er því nú um 1.804 krónur á kílóið. Lambakjöt í smásölu hækkar því um 353 krónur fyrir kílóið milli ára. Hækkun til bænda er því 196 krónur á kílóið. Þannig að 55% af hækkun smásöluverðsins rennur til bænda en afgangurinn til sláturleyfishafa, kjötvinnslu, smásölu eða stjórnvalda í formi virðisaukaskatts.“

Annar kostnaður

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hækkaði um 0,8%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,2%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í október 2022, sem er 559,3 stig, gildir til verðtryggingar í desember 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 11.043 stig fyrir desember 2022.
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2022, er 559,3 stig, miðað við að hún var 100 stig í maí 1988, og hækkar um 0,67% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 463,0 stig og hækkar um 0,65% frá september 2022.

Nýtt Bændablað kom út í dag 

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...