Hælið fær Hvatastyrk
Fulltrúar úr menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar litu á síðasta fundi fyrir sumarfrí inn á Hælið, setur um sögu berklanna og heilsuðu upp á frumkvöðul þess, Maríu Pálsdóttur.
Var henni veittur sérstakur hvatastyrkur upp á 100 þúsund krónur vegna þeirrar frábæru starfsemi sem hún hefur byggt upp á Hælinu og mikilvægis þeirrar sögu sem þar er sögð.
Rósa Margrét Húnadóttir, formaður menningarmálanefndar, færði Maríu þakkir fyrir óeigingjarnt starf og hennar þátt í því að setja sögu berklanna og mikilvægi Kristneshælis í menningarlegri sögu þjóðarinnar. Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.