Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigurður Sævar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍSTEX.
Sigurður Sævar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍSTEX.
Mynd / smh
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda á Hótel Natura í Reykjavík fimmtudaginn 23. febrúar.

Þar kom fram að hagnaður af rekstri félagsins á liðnu rekstrarári hafi verið 67,1 milljón króna.

Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu er ekki lagt til að arður sé greiddur af hlutafé heldur sé hagnaðurinn notaður til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins vegna mögulegra fjárfestinga á næstu misserum.

Að sögn Sigurðar Sævars Gunnarssonar framkvæmdastjóra var aðalfundurinn ágætlega sóttur miðað við fyrri ár. Helstu tíðindin af fundinum séu góð afkoma félagsins og að enn þá sé mikil eftirspurn eftir lopavörum, auk þess sem þörf sé á fjárfestingu í bandframleiðslu.

Sú breyting varð á stjórn ÍSTEX að Unnsteinn Snorri Snorrason fer út en Jóhann Ragnarsson tekur hans sæti. Stjórnina skipa að öðru leyti þau Gunnar Þórarinsson formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Halla Eiríksdóttir og Guðfinna Harpa Árnadóttir.

Skylt efni: Ístex

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...