Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf. Hún framleiðir grænmeti í garðyrkjustöðvunum Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf. Hún framleiðir grænmeti í garðyrkjustöðvunum Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi.
Mynd / ál
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Höfundur: Ástvaldur Lárusson og Guðrún Hulda Pálsdóttir

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ehf., hefur skrifað undir samning við Íslenskt staðfest. Það er eina íslenska upprunamerkingin á matvælum sem krefst vottunar óháðs aðila.

Halla segir merki eins og Íslenskt staðfest gefa neytendum færi á að sjá hvort vörurnar séu íslenskar eða ekki á skjótan og auðveldan hátt. Ferskt grænmeti ræktað hér á landi sé nær alltaf merkt framleiðanda og er því auðvelt fyrir neytendur að átta sig á uppruna þess. Íslenskt staðfest- merkið muni hins vegar skipta meira máli ákveði hún að vinna afurðirnar sínar frekar.

Mikilvægi samræmdrar upprunamerkingar

Samband garðyrkjubænda eigi fánaröndina sem prýði stóran hluta íslensks grænmetis. „Íslenskt staðfest er sérstakt merki að því leyti að það á að ná til allra búgreina og afurða,“ segir Halla. Henni finnist brýnt að styðja við uppgang þess.

„Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur öll sem heild að vera með samræmda upprunamerkingu á íslenskum landbúnaðarvörum,“ bætir hún við. Það myndi styrkja vörumerki frá öðrum búgreinum, sérstaklega þegar matvælin eru unnin.

Í vor hefst sala og dreifing á grænmeti frá garðyrkjustöðvunum á Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi undir merkjum Sólskins grænmetis ehf. Íslenskt staðfest mun í fyrstu prýða tómata, gúrkur og útiræktað grænmeti.

Búnaðarþing einróma um upptöku merkisins

Til að mega bera Íslenskt staðfest- merkið þurfa matvörur að vera unnar og pakkaðar á Íslandi. Minnst 75 prósent innihaldsins þarf að vera íslenskt, en kjöt, mjólk, egg og fiskur þarf að vera 100 prósent íslenskt. Plöntur, blóm og matjurtir þurfa að vera ræktaðar á Íslandi og má grænmeti sem hráefni ekki vera unnið eða blandað annarri vöru. Vörur sem innihalda skorið grænmeti þurfa að innihalda minnst 75 prósent íslenska afurð.

Á Búnaðarþingi samþykktu bændur einróma tillögu um að innlendir matvælaframleiðendur í eigu bænda ættu að taka upp Íslenskt staðfest.

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram
Fréttir 14. apríl 2025

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram

Hvítlauksbændurnir hjá Dalahvítlauk hafa á undanförnum mánuðum þróað tvær nýjar ...

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar
Fréttir 14. apríl 2025

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar

Líkt og fram kom í forsíðufrétt síðasta tölublaðs Bændablaðsins, er ekkert eftir...

Nýtt smit gæti borist
Fréttir 14. apríl 2025

Nýtt smit gæti borist

Dregið hefur talsvert úr tilkynningum til Matvælastofnunar um dauða villta fugla...