Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf. Hún framleiðir grænmeti í garðyrkjustöðvunum Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi.
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf. Hún framleiðir grænmeti í garðyrkjustöðvunum Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi.
Mynd / ál
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Höfundur: Ástvaldur Lárusson og Guðrún Hulda Pálsdóttir

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ehf., hefur skrifað undir samning við Íslenskt staðfest. Það er eina íslenska upprunamerkingin á matvælum sem krefst vottunar óháðs aðila.

Halla segir merki eins og Íslenskt staðfest gefa neytendum færi á að sjá hvort vörurnar séu íslenskar eða ekki á skjótan og auðveldan hátt. Ferskt grænmeti ræktað hér á landi sé nær alltaf merkt framleiðanda og er því auðvelt fyrir neytendur að átta sig á uppruna þess. Íslenskt staðfest- merkið muni hins vegar skipta meira máli ákveði hún að vinna afurðirnar sínar frekar.

Mikilvægi samræmdrar upprunamerkingar

Samband garðyrkjubænda eigi fánaröndina sem prýði stóran hluta íslensks grænmetis. „Íslenskt staðfest er sérstakt merki að því leyti að það á að ná til allra búgreina og afurða,“ segir Halla. Henni finnist brýnt að styðja við uppgang þess.

„Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur öll sem heild að vera með samræmda upprunamerkingu á íslenskum landbúnaðarvörum,“ bætir hún við. Það myndi styrkja vörumerki frá öðrum búgreinum, sérstaklega þegar matvælin eru unnin.

Í vor hefst sala og dreifing á grænmeti frá garðyrkjustöðvunum á Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi undir merkjum Sólskins grænmetis ehf. Íslenskt staðfest mun í fyrstu prýða tómata, gúrkur og útiræktað grænmeti.

Búnaðarþing einróma um upptöku merkisins

Til að mega bera Íslenskt staðfest- merkið þurfa matvörur að vera unnar og pakkaðar á Íslandi. Minnst 75 prósent innihaldsins þarf að vera íslenskt, en kjöt, mjólk, egg og fiskur þarf að vera 100 prósent íslenskt. Plöntur, blóm og matjurtir þurfa að vera ræktaðar á Íslandi og má grænmeti sem hráefni ekki vera unnið eða blandað annarri vöru. Vörur sem innihalda skorið grænmeti þurfa að innihalda minnst 75 prósent íslenska afurð.

Á Búnaðarþingi samþykktu bændur einróma tillögu um að innlendir matvælaframleiðendur í eigu bænda ættu að taka upp Íslenskt staðfest.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...