Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hámarksverð á greiðslumarki mjólkur færir greininni stöðugleika
Mynd / smh
Fréttir 30. júlí 2020

Hámarksverð á greiðslumarki mjólkur færir greininni stöðugleika

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Framkvæmdanefnd búvöru­samn­inga samþykkti með ein­földum meiri­hluta atkvæða að leggja til við land­búnaðarráðherra að hámarksverð á næsta markaði með greiðslumark í mjólk verði þrefalt afurðastöðvaverð, eða 294 kr. Ákvörðunin á að gilda fram að næstu endurskoðun samnings um starfsskilyrði naut­gripa­ræktarinnar árið 2023.

Fulltrúar bænda í fram­kvæmda­nefnd búvörusamninga höfðu áður lagt til tvöfalt afurðastöðvaverð sem ætti að gilda út samningstíma nautgriparæktarsamnings til ársins 2026. Ekki náðist sátt um þá tillögu innan nefndarinnar og því varð úr að Landssamband kúabænda og Bændasamtök Íslands lögðu fram sameiginlega tillögu í framkvæmdanefndinni þar sem lagt var til þrefalt afurðastöðvaverð sem verðþak á greiðslumark út samningstímann. Fram kom í þeim rökstuðningi, sem tillögunni fylgdi, að ljóst væri að bændur vildu hafa hámarksverð á markaði og skipti þar stöðugleikinn mestu máli svo hægt sé að vinna rekstraráætlanir.

Í framkvæmdanefnd búvörusamninga sitja sex manns, tveir fulltrúar eru tilnefndir af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einn er tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra og þrír tilnefndir af Bændasamtökum Íslands.

Þrýstingur á breytingar

Mikill þrýstingur hefur verið á breytingar á fyrirkomulagi kvótamarkaðar, m.a. vegna nýlegrar ákvörðunar um lækkun á verði umframmjólkur úr 29 kr. í 20 kr. á lítrann. Eftirspurn eftir greiðslumarki er gríðarleg en framboðið lítið. Það sýndi sig í niðurstöðum síðasta markaðar 1. apríl sl. þegar hámarksverð var 185 krónur eða sem nam þá tvöföldu lágmarks afurðastöðvaverði. Á þeim markaði voru 9 gild sölutilboð og 218 gild kauptilboð. Greiðslumark sem boðið var fram voru alls 586.046 lítrar en óskað var eftir 9.836.190 lítrum. Eftir­spurnarmagn var því tæplega sautjánfalt á við framboðsmagnið. Greiðslumark sem viðskipti náðu til voru 585.981 lítrar að andvirði 108.406.485 kr. 

Gera ráð fyrir auknu framboði

Arnar Árnason, formaður Lands­sambands kúabænda, segist gera ráð fyrir því að breytingin á hámarksverðinu feli í sér aukið framboð á greiðslumarki til sölu. Hann segist jafnframt vona að það muni takast að sætta sem flest sjónarmið varðandi viðskipti með greiðslumark. Nú dragi úr óvissu sem færi greininni ákveðinn stöðugleika.

„Staðan hefur auðvitað verið mjög erfið undanfarin ár og nær algjört frost verið með viðskiptin. Ég tek það skýrt fram að um hámarksverð er að ræða en ekki fast verð og bændur haga auðvitað sínum tilboðum eftir því sem passar fyrir þeirra rekstur.“

Komið til móts við nýliða

Arnar segir að nú sé búið að skýra betur hvernig forkaupsréttur nýliða á markaðnum gengur fyrir sig. „Nýliðar eiga forkaupsrétt á 5% af því magni sem í boði er hverju sinni og mun það hlutfall skiptast milli nýliða og engra annarra í samræmi við þann lítrafjölda sem þeir óskuðu eftir að kaupa. Það greiðslumark sem þá er eftir, eða hin 95%, eru svo boðin öllum öðrum kaupendum á sama hátt, sem og aðilum sem nutu forgangs. Þetta virkar því núna á sama hátt og þegar innlausn ríkisins var við lýði. Kvótamarkaðurinn byggist upp á jafnvægisverði og því sitja allir við sama borð þegar kemur að 95% af framboðnu magni.

Með reglum um hámarksverð, ásamt hámarki á hvað hver framleiðandi getur keypt mikið magn á hverjum markaði og að enginn getur átt meira en sem nemur 1,2% af heildargreiðslumarki hvers árs, ætti staða nýliða ekki að vera ólík stöðu annarra sem óska eftir greiðslumarki í gegnum markaðinn,“ segir Arnar.

Á markaði sem haldinn verður þann 1. september verður hámarksverð 294 kr. og mun krónutalan uppfærast samhliða breytingum á afurðastöðvaverði framvegis. Næsti markaður með greiðslu­mark er 1. september næstkomandi en bændur þurfa að skila inn tilboðum um kaup eða sölu fyrir 10. ágúst.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.