Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samhliða Handverkshátíð verður efnt til glæsilegrar landbúnaðarsýningar.
Samhliða Handverkshátíð verður efnt til glæsilegrar landbúnaðarsýningar.
Fréttir 2. ágúst 2016

Handverkshátíð og landbúnaðarsýning á Hrafnagili í byrjun ágúst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Undirbúningur er á lokametrunum, það er verið að hnýta ýmsa lausa enda og ganga frá sýningarskrá í prentun. Það hefur gengið vonum framar, þetta er svakalega skemmtileg vinna, mikið um hlátur og lífsgleðin í fyrirrúmi,“ segja þær Katrín Káradóttir og Guðný Jóhannesdóttir, framkvæmdastjórar Hand­verkshátíðarinnar á Hrafnagili, en hún fer fram í 24. sinn dagana 4. til 7. ágúst næstkomandi. Samhliða Handverkshátíð verður efnt til glæsilegrar landbúnaðarsýningar. Guðný hefur þann hluta á sinni könnu og Katrín það sem snýr að handverkinu. 
 
Vélar og tæki af öllum stærðum og gerðum
 
Guðný segir að sýningin fari fram í miðju blómlegu landbúnaðarhéraði, hún finni vel að mikill áhugi sé til staðar. „Bændur bíða spenntir eftir að sjá allt það nýjasta frá helstu vélasölum landsins, en vélar og tæki af öllum stærðum og gerðum verða áberandi á sýningunni ásamt auðvitað ýmsu fleiru þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað áhugavert og skemmtilegt að skoða,“ segir hún. 
 
Vinsæll viðkomustaður
 
Handverkshátíðin á sér langa sögu og hefur fest sig í sessi, en sýningin er vinsæll viðkomustaður fjölskyldna í sumarleyfi. „Það var ánægjulegt að sjá þegar umsóknir fóru að streyma inn hversu margir nýir sýnendur eru í hópnum. Sýningin nú í ár verður því skemmtileg blanda af nýju fólki með spennandi handverk í bland við gamla kunningja sem um árabil hafa komið að Hrafnagili með varning sinn, fólk sem nær þó á einhvern hátt sífellt að endurnýja sig, gera eitthvað nýtt og áhugavert. Handverk er sköpun, lifandi ferli í stöðugri þróun,“ segir Katrín. Allt stefnir í stóra sýningu í ár og kveðst hún verulega spennt að sjá útkomuna þegar sýningin verður sett 4. ágúst. „Ég hef séð sýninguna teiknaða upp á blað, en get hreinlega ekki beðið eftir að sjá skipulagið lifna við á hátíðinni sjálfri,“ segir hún. 
 
Fjöldi sýnenda og viðburða
 
Sýnendur verða 112 talsins og eru þá þeir fjölmörgu sem þátt taka í handverksmarkaði utan dyra taldir sem einn aðili. Séu þeir sundurliðaðir eru sýnendur um 150 í allt. Auk sýninganna, handverks- og landbúnaðar verða uppákomur af fjölbreyttu tagi í boði alla helgina, sýningar þar sem við sögu koma hestar, smalahundar og tíska. Listasmiðja verður fyrir börn, listakonurnar Jonna og Brynhildur verða á staðnum og smíða hin ýmsu dýr með yngstu gestunum. Kvöldvakan er á sínum stað, verður að þessu sinni á föstudagskvöldi og helstu stjörnurnar eru Diddú og bræðurnir frá Álftagerði auk heimafólks. Formenn landssambanda kúa og sauðfjárbænda ætla svo að takast á í einvígi um hæfileikann til að skemmta fólki. 
 
Félagasamtök í startholunum
 
Sjálfboðaliðar úr Eyjafjarðarsveit leggja fram lið sitt við uppsetningu og framkvæmd sýningarinnar, svo sem þeir hafa gert árum saman. „Það má orða þetta svo að við framkvæmdastjórarnir leggjum fram ákveðið handrit sem félagasamtök úr sveitinni sjá svo um að framkvæma, vinna við þessa sýningu hefur lengi verið þeirra helsta tekjulind, allur ágóði rennur til þeirra,“ segir Guðný. Félagar úr Ungmennafélaginu Samherjar eru í startholunum að baka sína frægu konfekttertu sem gestir geta gætt sér á í veitingatjaldinu og pönnukökupönnurnar eru klárar. „Við erum búnar að panta góða veðrið og hlökkum virkilega til að taka á móti sem flestum gestum á hátíðina í ár, “ segir þær Guðný og Katrín. 

Skylt efni: Hrafnagil

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...