Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrafnagil
Hrafnagil
Mynd / H.Kr.
Fréttir 14. júlí 2022

Hefjast handa í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samið hefur verið við G.V. Gröfur ehf. á Akureyri um lagningu verksins Eyjafjarðarbraut vestri, 821 um Hrafnagil.

Verkið snýst um að færa þjóð­veginn út fyrir byggðina og niður fyrir eyrar Eyjafjarðarár. Það er gert til að losna við umferð úr þéttbýlinu sem nú er í nokkurri uppbyggingu beggja megin við núverandi þjóðveg.
Verkið felst í nýbyggingu Eyja­fjarðarbrautar vestri, Miðbrautar og nýrra tenginga á tæplega fjögurra kílómetra löngum kafla.

Einnig byggingu nýrra heimreiða, samtals um 0,25 kílómetra. Eyjafjarðarbraut vestri, Miðbraut og tengingar inn í þéttbýlið verða 8 metra breiðar með bundnu slitlagi. Heimreiðar verða 4 metra breiðar, einnig með bundnu slitlagi.

Meðalumferð á dag yfir allt árið á Eyjafjarðarbraut er í kringum 1.471 bíll á sólarhring, en umferðin er meiri yfir sumartímann. Verktakinn mun ekki hefja verkið fyrr en í október. Ástæðan er sú helst að ekki er heimilt að taka efni úr áreyrum Eyjafjarðarár á tímabilinu 1. júlí til 1. október. Þetta mun þó ekki hafa áhrif á verktímann þar sem gert er ráð fyrir mjög rúmum tíma.

Stefnt er að því að gerð fyllinga, rofvarna og styrktarlags, ásamt efnisvinnslu fyrir burðarlag, verði lokið fyrir árslok 2023 en verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024, samkvæmt upplýsingum í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.

Eyjafjarðará er veiðiá og er tekið skýrt fram í útboðsgögnum að verktaki skuldbindur sig til að koma í veg fyrir eins og kostur er að vatn gruggist á veiðitíma af völdum framkvæmda.

Skylt efni: Vegagerð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...