Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra þegar hann kynnti árangurinn af landsátakinu „Ísland ljóstengt“ á kynningarfundi í ráðuneytinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra þegar hann kynnti árangurinn af landsátakinu „Ísland ljóstengt“ á kynningarfundi í ráðuneytinu.
Fréttir 1. júní 2021

Hefur bylt forsendum búsetu og atvinnu í sveitum landsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra, kynnti á dögunum árang­ur og samfélagslegan ávinn­ing af landsátakinu „Ísland ljós­tengt“ á kynningarfundi í ráðu­neytinu.

Þar var einnig kynnt ný skýrsla um verkefnið, sem leiðir í ljós að betri fjarskiptatengingar hafa bætt lífsgæði íbúa á landsbyggðinni og aukið byggðafestu og atvinnuöryggi. Landsátakinu „Ísland ljóstengt“ lýkur á þessu ári, en síðustu styrktarsamningar Fjarskiptasjóðs við sveitarfélög um ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða voru undirritaðir í lok síðasta mánaðar.

Alls hafa 57 sveitarfélög hlotið styrki til að tengja um 6.200 styrkhæfa staði með ljósleiðara frá því að verkefnið hófst árið 2016 en á þeim tíma hefur ríkið lagt 3.350 milljónir króna til verkefnisins. Í fréttatilkynningu um verkefnið kemur fram að verkefnið hefur staðist áætlanir um kostnað og tíma þrátt fyrir um 60% aukningu á umfangi.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...