Heiðmerkurbændur ræktendur ársins
Hjónin Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir voru útnefnd Ræktendur ársins meðal garðyrkjubænda.
Þau tóku við garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási í júní 2021 og hafa síðan komið með ýmsar nýjungar inn á markaðinn, eins og eldpipar og ýmsar gerðir af papriku, til dæmis snakkpaprikur og sætpaprikur, auk þess að halda áfram með framleiðslu á steinselju og salati sem stöðin er löngu kunn af. Einnig eru ræktaðar gúrkur og tómatar í Heiðmörk.
Óli er menntaður garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, en hann á einnig starfsferil sem kvikmyndagerðarmaður. Hann situr í stjórn deildar garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands.