Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heildarkostnaður við girðingar að minnsta kosti um 360 milljónir
Mynd / Bbl
Fréttir 8. júní 2021

Heildarkostnaður við girðingar að minnsta kosti um 360 milljónir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Heildarkostnaður opinberra aðila við girðingar er talinn vera að minnsta kosti um 360 milljónir króna á hverju ári, en að líkindum er sá kostnaður vanáætlaður því ekki bárust gögn frá öllum þeim sem til var leitað. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um umbætur og hagræðingar vegna girðinga í eigu hins opinbera, en hópurinn hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslunni að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins.

Í skýrslunni eru m.a. birtar tölur um umfang girðinga á vegum opinberra aðila, stofnana og sveitarfélaga. Heildarkostnaður opinberra aðila við girðingar á árabilinu 2015 til 2020 er 2.149 milljónir, eða um 358 milljónir á ári.

Auk talna um heildarkostnað birtir hópurinn þar greiningu á helstu hagsmunum, áskorunum og tækifærum til úrbóta við núverandi aðstæður s.s. með tilliti til kostnaðar, gróðurverndar, ræktunar, dýraverndar og umferðaröryggis.

Í skýrslunni kemur fram að starfshópurinn telji mikilvægt að tengja saman ólíka hagsmuni, t.d. sauðfjárbúskap, landvernd, ferðaþjónustu, umferðaröryggi og skógrækt. Á vissum stöðum geti falist tækifæri í því að sameinast um að girða ákveðin landsvæði af til beitar. Annars staðar geti tækifæri falist í því að banna lausagöngu búfjár en styrkja eigendur búfjár jafnframt til þess að girða búfé sitt af.

Vilja kanna ávinning af afgirtum hólfum

Starfshópurinn leggur fram ýmsar tillögur í skýrslu sinni, svo sem að tekið verði saman eignasafn girðinga opinberra aðila, unninn verði sameiginlegur gagnagrunnur opinberra aðila um girðingar og honum deilt í vefsjá og að lög og reglugerðir sem gilda um girðingar og ábyrgð á þeim verði samræmd og endurskoðuð. Þá er einnig lagt til að unnin verði þarfagreining á girðingum eftir landshlutum, lög sem gildi um búfjárhald verði samræmd og endurskoðuð og samspil búvörusamninga og girðinga verði kortlagt. Loks er lagt til að ávinningur þess að vera með afgirt hólf eða landsvæði verði kannaður, en til þess þurfi að tengja saman ólíka hagsmunaaðila og finna sameiginlegar lausnir með bætta landnýtingu að leiðarljósi.

Starfshópurinn starfar áfram og vinnur að gerð tillagna að verkefnum sem leitt geta til ávinnings og byggjast á samráði við þá sem best þekkja til aðstæðna á hverju svæði. Gert er ráð fyrir að slíkar tillögur verði kynntar ráðuneytum umhverfis- og auðlindamála, landbúnaðar- og samgöngumála ásamt sveitarstjórnum eigi síðar en 1. október.

Skylt efni: girðingar

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...