Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heildarkostnaður við girðingar að minnsta kosti um 360 milljónir
Mynd / Bbl
Fréttir 8. júní 2021

Heildarkostnaður við girðingar að minnsta kosti um 360 milljónir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Heildarkostnaður opinberra aðila við girðingar er talinn vera að minnsta kosti um 360 milljónir króna á hverju ári, en að líkindum er sá kostnaður vanáætlaður því ekki bárust gögn frá öllum þeim sem til var leitað. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um umbætur og hagræðingar vegna girðinga í eigu hins opinbera, en hópurinn hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslunni að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins.

Í skýrslunni eru m.a. birtar tölur um umfang girðinga á vegum opinberra aðila, stofnana og sveitarfélaga. Heildarkostnaður opinberra aðila við girðingar á árabilinu 2015 til 2020 er 2.149 milljónir, eða um 358 milljónir á ári.

Auk talna um heildarkostnað birtir hópurinn þar greiningu á helstu hagsmunum, áskorunum og tækifærum til úrbóta við núverandi aðstæður s.s. með tilliti til kostnaðar, gróðurverndar, ræktunar, dýraverndar og umferðaröryggis.

Í skýrslunni kemur fram að starfshópurinn telji mikilvægt að tengja saman ólíka hagsmuni, t.d. sauðfjárbúskap, landvernd, ferðaþjónustu, umferðaröryggi og skógrækt. Á vissum stöðum geti falist tækifæri í því að sameinast um að girða ákveðin landsvæði af til beitar. Annars staðar geti tækifæri falist í því að banna lausagöngu búfjár en styrkja eigendur búfjár jafnframt til þess að girða búfé sitt af.

Vilja kanna ávinning af afgirtum hólfum

Starfshópurinn leggur fram ýmsar tillögur í skýrslu sinni, svo sem að tekið verði saman eignasafn girðinga opinberra aðila, unninn verði sameiginlegur gagnagrunnur opinberra aðila um girðingar og honum deilt í vefsjá og að lög og reglugerðir sem gilda um girðingar og ábyrgð á þeim verði samræmd og endurskoðuð. Þá er einnig lagt til að unnin verði þarfagreining á girðingum eftir landshlutum, lög sem gildi um búfjárhald verði samræmd og endurskoðuð og samspil búvörusamninga og girðinga verði kortlagt. Loks er lagt til að ávinningur þess að vera með afgirt hólf eða landsvæði verði kannaður, en til þess þurfi að tengja saman ólíka hagsmunaaðila og finna sameiginlegar lausnir með bætta landnýtingu að leiðarljósi.

Starfshópurinn starfar áfram og vinnur að gerð tillagna að verkefnum sem leitt geta til ávinnings og byggjast á samráði við þá sem best þekkja til aðstæðna á hverju svæði. Gert er ráð fyrir að slíkar tillögur verði kynntar ráðuneytum umhverfis- og auðlindamála, landbúnaðar- og samgöngumála ásamt sveitarstjórnum eigi síðar en 1. október.

Skylt efni: girðingar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...