Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sorpurðun.
Sorpurðun.
Mynd / HKr.
Fréttir 15. febrúar 2022

Heildarsorpmagn á hvern íbúa eykst um 100 tonn á þremur árum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Heildarmagn sorps á íbúa í þremur sveitarfélögum á norðaustanverðu landinu hefur vaxið úr 577 tonnum í 678 tonn yfir tímabilið 2017 til 2020. Aukningin nemur um 100 tonnum á þessum þremur árum. Þetta kemur fram á vefsíðu Gaums, sem er sjálfbærniverkefni á Norðausturlandi, vöktunarkerfi þar sem fylgst er með þróun mála á sviði samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu frá Vaðlaheiði í vestri til og með Tjörneshreppi í austri.

Í fyrsta sinn eru nú birt gögn um meðferð sorps í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að Gaumi, en í fyrra voru einungis tvö þeirra með, Norðurþing og Þingeyjarsveit, en að þessu sinni er Skútustaðahreppur einnig með.

Mestur hluti sorps fer í urðun

Mest er aukning í Norðurþingi hvort sem magnið er skoðað í heild eða hlutfallslega. Frá árinu 2018 hefur sorpmagn dregist saman í Skútu­staðahreppi og sömu sögu er að segja frá árinu 2019 í Þingeyjarsveit. Ef heildarmagn sorps á íbúa er skoðað kemur í ljós að á árinu 2020 er það minnst hjá íbúum Skútustaðahrepps, 114, 4 kíló, en mest hjá íbúum Norðurþings, 181 kíló. Það magn sem fer til endurvinnslu eykst örlítið, lífrænum úrgangi til moltugerðar er einungs safnað í Norðurþingi og minnkar magnið milli ára. Sorp sem urðað er í því sveitarfélagi eykst hins vegar, úr 332 tonnum í 443 tonn. Mestur hluti af öllu sorpi á þessu svæði fer enn í urðun, þarnæst til endurvinnslu og loks í moltugerð.

Þau gögn sem unnið er með varðandi meðferð og magn á sorpi snúa eingöngu að heimilum en ekki fyrirtækjum og þau gögn sem notuð eru fyrir Norðurþing tilheyra eingöngu Húsavík og Reykjahverfi. Fram kemur á vef Gaums að íbúar á svæðinu hafi margir hverjir dvalið meira heimavið meðan á heimsfaraldri stóð, en of snemmt sé að draga þá ályktun að það sé skýring á auknu sorpmagni frá heimilum.

Skylt efni: sorpurðun

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...