Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðríður Helgadóttir hjá Garð­yrkjuskólanum á Reykjum.
Guðríður Helgadóttir hjá Garð­yrkjuskólanum á Reykjum.
Mynd / HKr
Fréttir 27. ágúst 2021

Heildarumgjörð garðyrkjunámsins er brothætt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nemendur í starfsmenntanámi við Garðyrkjuskólann á Reykjum settust á skólabekk í upphafi vikunnar. Þetta er síðasti garðyrkjuhópurinn sem útskrifast frá skólanum undir merki Landbúnaðarháskóla Íslands því á næsta ári flyst námið til Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Guðríður Helgadóttir hjá Garð­yrkjuskólanum á Reykjum segir að starfsfólki skólans þyki alltaf gaman þegar nemendur mæta aftur í skólann á haustin, hvort sem það eru nýnemar eða nemendur á seinna ári námsins eins og núna.

„Undirbúningur fyrir kennsluna hefur gengið vel en heildarumgjörð námsins er brothætt. Starfsmönnum hefur fækkað, annars vegar með uppsögn og hins vegar hafa starfsmenn hætt og engir ráðnir í þeirra stað. Einnig hefur fé til daglegs reksturs námsins verið skert verulega af hálfu LbhÍ. Við starfsmenn munum að sjálfsögðu gera okkar besta til að þetta komi ekki niður á gæðum námsins, eftir því sem kostur er, og að nemendur fái það sem þeim var lofað.

Að sjálfsögðu hlökkum við til að hitta okkar frábæra og öfluga nemendahóp aftur og vonum svo sannarlega að okkur takist að halda okkar striki í skólastarfinu.“

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...