Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðríður Helgadóttir hjá Garð­yrkjuskólanum á Reykjum.
Guðríður Helgadóttir hjá Garð­yrkjuskólanum á Reykjum.
Mynd / HKr
Fréttir 27. ágúst 2021

Heildarumgjörð garðyrkjunámsins er brothætt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nemendur í starfsmenntanámi við Garðyrkjuskólann á Reykjum settust á skólabekk í upphafi vikunnar. Þetta er síðasti garðyrkjuhópurinn sem útskrifast frá skólanum undir merki Landbúnaðarháskóla Íslands því á næsta ári flyst námið til Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Guðríður Helgadóttir hjá Garð­yrkjuskólanum á Reykjum segir að starfsfólki skólans þyki alltaf gaman þegar nemendur mæta aftur í skólann á haustin, hvort sem það eru nýnemar eða nemendur á seinna ári námsins eins og núna.

„Undirbúningur fyrir kennsluna hefur gengið vel en heildarumgjörð námsins er brothætt. Starfsmönnum hefur fækkað, annars vegar með uppsögn og hins vegar hafa starfsmenn hætt og engir ráðnir í þeirra stað. Einnig hefur fé til daglegs reksturs námsins verið skert verulega af hálfu LbhÍ. Við starfsmenn munum að sjálfsögðu gera okkar besta til að þetta komi ekki niður á gæðum námsins, eftir því sem kostur er, og að nemendur fái það sem þeim var lofað.

Að sjálfsögðu hlökkum við til að hitta okkar frábæra og öfluga nemendahóp aftur og vonum svo sannarlega að okkur takist að halda okkar striki í skólastarfinu.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...