Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sandfok í Mývatnssveit 20. maí 2018.
Sandfok í Mývatnssveit 20. maí 2018.
Mynd / Daði Lange Friðriksson
Fréttir 19. júní 2018

Heilmikið rof, sandskaflar á girðingum og tjón á bílum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Geysimikið sandveður gekk yfir Mývatnssveit á hvítasunnudag, 20. maí síðastliðinn, hið mesta í mörg ár. Afleiðingarnar eru ekki að fullu komnar í ljós, en vitað að töluvert var um skemmdir á bílum, ferðalangar gátu ekki barið náttúruperlur augum og líkur eru á að nýjar sáningar hafi að hluta til misfarist.
 
Daði Lange Friðriks­son, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðurlandi eystra, segir að gríðarlegt magn af efni hafi verið á ferðinni þennan sunnudag og rofmátturinn svakalegur. 
 
Þarna má vel greina sandstorminn í bakgrunni. 
 
„Gróður var á þessum tíma rétt að byrja að kvikna, hann er á þeim tíma afar viðkvæmur og hefur enga burði til að takast á við veður af þessu tagi. Mikið er af lausum efnum á yfirborði eftir veturinn.“
 
Álíka mikið rof og heildarrof undanfarinna 5 til 6 ára
 
Daði metur það svo að rofið í þessu eina veðri sé álíka mikið og heildarrof undanfarinna 5 til 6 ára. Hann nefnir einnig að í veðrinu hafi orðið mikil losun á kolefni og fylgdi því mikil mengun. Þó nokkuð er um að heilmiklir sandskaflar hafi hrúgast upp á  girðingar og þá telur Daði líklegra en ekki að melsáningar, m.a. í  Grænavatnsbruna og á Miðfjöllum, hafi misfarist að hluta til. „Við eigum eftir að fara um þau svæði og skoða hvernig veðrið hefur leikið sáningarnar. Okkur hefur enn ekki gefist tími í það,“ segir hann. 
 
Þessi mynd frá NASA sýnir umfang sandfoksins 20. maí síðastliðinn.
 
Silungur gæti hafa drepist i vatninu
 
Íbúar á svæðinu minnast þrálátra suðvestanátta t.d. í kringum árið 1980 og veðurfar var með svipuðum hætti árið 1992, en það ár var áttin suðvestanstæð í 4 til 6 vikur nánast samfellt. Daði vitnar í svartsýnan eldri bónda í Mývatnssveit sem hafði á orði að silungur í vatninu gæti hafa drepist í veðrinu. Vatnsgangurinn hafi verið slíkur að efni á botninum rótaðist upp, gruggið gæti hafa sest í tálknin á silungnum og hann drepist. 
 
„Eitthvað hefur veiðst af silungi í Mývatni eftir að veðrið gekk yfir, svo hann hefur að minnsta kosti ekki allur drepist,“ segir Daði.
 
Þurrt land og auðvelt að komast um
 
Óvenjusnjólétt er á svæðinu umhverfis Mývatnssveit þetta vorið og segir Daði að oft hafi verið skroppið á vélsleða á Kröflusvæðinu um mánaðamótin maí-júní en núna sé það útilokað. Landið er þurrt og auðvelt að komast um. Hólasandur er t.d. orðinn nánast snjólaus sem er mjög óvanalegt.
 
„Við munum líka eftir því að vorið 2006 byrjaði að snjóa 17. maí og það var úrkoma samfellt í heila viku, þannig að staðan núna er frekar óvenjuleg,“ segir hann. 

4 myndir:

Skylt efni: sandfok | Mývatnssveit

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...