Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sandfok í Mývatnssveit 20. maí 2018.
Sandfok í Mývatnssveit 20. maí 2018.
Mynd / Daði Lange Friðriksson
Fréttir 19. júní 2018

Heilmikið rof, sandskaflar á girðingum og tjón á bílum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Geysimikið sandveður gekk yfir Mývatnssveit á hvítasunnudag, 20. maí síðastliðinn, hið mesta í mörg ár. Afleiðingarnar eru ekki að fullu komnar í ljós, en vitað að töluvert var um skemmdir á bílum, ferðalangar gátu ekki barið náttúruperlur augum og líkur eru á að nýjar sáningar hafi að hluta til misfarist.
 
Daði Lange Friðriks­son, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðurlandi eystra, segir að gríðarlegt magn af efni hafi verið á ferðinni þennan sunnudag og rofmátturinn svakalegur. 
 
Þarna má vel greina sandstorminn í bakgrunni. 
 
„Gróður var á þessum tíma rétt að byrja að kvikna, hann er á þeim tíma afar viðkvæmur og hefur enga burði til að takast á við veður af þessu tagi. Mikið er af lausum efnum á yfirborði eftir veturinn.“
 
Álíka mikið rof og heildarrof undanfarinna 5 til 6 ára
 
Daði metur það svo að rofið í þessu eina veðri sé álíka mikið og heildarrof undanfarinna 5 til 6 ára. Hann nefnir einnig að í veðrinu hafi orðið mikil losun á kolefni og fylgdi því mikil mengun. Þó nokkuð er um að heilmiklir sandskaflar hafi hrúgast upp á  girðingar og þá telur Daði líklegra en ekki að melsáningar, m.a. í  Grænavatnsbruna og á Miðfjöllum, hafi misfarist að hluta til. „Við eigum eftir að fara um þau svæði og skoða hvernig veðrið hefur leikið sáningarnar. Okkur hefur enn ekki gefist tími í það,“ segir hann. 
 
Þessi mynd frá NASA sýnir umfang sandfoksins 20. maí síðastliðinn.
 
Silungur gæti hafa drepist i vatninu
 
Íbúar á svæðinu minnast þrálátra suðvestanátta t.d. í kringum árið 1980 og veðurfar var með svipuðum hætti árið 1992, en það ár var áttin suðvestanstæð í 4 til 6 vikur nánast samfellt. Daði vitnar í svartsýnan eldri bónda í Mývatnssveit sem hafði á orði að silungur í vatninu gæti hafa drepist í veðrinu. Vatnsgangurinn hafi verið slíkur að efni á botninum rótaðist upp, gruggið gæti hafa sest í tálknin á silungnum og hann drepist. 
 
„Eitthvað hefur veiðst af silungi í Mývatni eftir að veðrið gekk yfir, svo hann hefur að minnsta kosti ekki allur drepist,“ segir Daði.
 
Þurrt land og auðvelt að komast um
 
Óvenjusnjólétt er á svæðinu umhverfis Mývatnssveit þetta vorið og segir Daði að oft hafi verið skroppið á vélsleða á Kröflusvæðinu um mánaðamótin maí-júní en núna sé það útilokað. Landið er þurrt og auðvelt að komast um. Hólasandur er t.d. orðinn nánast snjólaus sem er mjög óvanalegt.
 
„Við munum líka eftir því að vorið 2006 byrjaði að snjóa 17. maí og það var úrkoma samfellt í heila viku, þannig að staðan núna er frekar óvenjuleg,“ segir hann. 

4 myndir:

Skylt efni: sandfok | Mývatnssveit

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...