Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Smáframleiðendur í Færeyjum með veltu undir tuttugu milljónum mega selja afurðir sínar þrátt fyrir að hafa ekki aðgang að vottuðu eldhúsi.
Smáframleiðendur í Færeyjum með veltu undir tuttugu milljónum mega selja afurðir sínar þrátt fyrir að hafa ekki aðgang að vottuðu eldhúsi.
Mynd / Annie Spratt - Unsplash
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í Færeyjum sölu á matvælum sem eru ekki framleidd í vottaðri aðstöðu.

Nú eru 125 aðilar skráðir sem „heimaframleiðari“ og geta því á löglegan hátt selt ýmist beint til neytenda, veitingastaða eða í gegnum verslanir. Frá þessu er greint í skýrslu Norðurlandaráðs um sjálfsaflahlutfall eyríkjanna fimm á Norðurlöndum.

Viðbót við iðnframleiðslu

Þessi lausn er hugsuð sem viðbót við hina hefðbundnu matvælalöggjöf sem er frekar miðuð að iðnframleiðslu á matvælum, en árleg velta „heimaframleiðara“ má ekki fara yfir eina milljón færeyskar krónur, sem samsvarar 20,2 milljónum íslenskra króna. Fyrirkomulagið var sett á laggirnar árið 2016. Í færeysku matvælalöggjöfinni stendur í kafla um heimaframleiðslu að framleiðendur geti slátrað eigin dýrum og forunnið kjötskrokkana til eigin notkunar, beinnar sölu, eða sölu í gegnum birgja og smásala til neytenda á innanlandsmarkaði.

Eykur veltu umtalsvert

Þær matvörur sem má selja sem heimaframleiðslu eru lambakjöt, nautakjöt, alifuglakjöt, egg frá alifuglum, villtir fuglar, grindhvalir, hérar, grænmeti og ávextir sem eru fengin úr eigin ræktun eða veiði. Matvælin mega bæði seljast unnin og óunnin en skulu merkt með textanum „heimaframleiðsla, óløggild vøra“ og „unauthorized“ svo það komi skýrt fram að matvælin komi úr óvottaðri framleiðslu.

Í áðurnefndri skýrslu er tekið dæmi um sveitabæ þar sem stunduð er sauðfjárrækt. Með því að framleiða afurðir úr sínu eigin búfé og sameina framleiðslu matvæla við ferðaþjónustu gátu bændurnir aukið veltu sína fimm- til sexfalt samanborið við að selja allt kjötið til hefðbundinna afurðastöðva. Þá lögðu bændurnir sig fram við að skipta við aðra matvælaframleiðendur í nærumhverfinu sem efldi svæðið enn frekar.

Heimaframleiðsla er talin geta aukið tekjumöguleika lítilla aðila án þess að þeir þurfi að ráðast í íþyngjandi fjárfestingar, sem leiði aftur til aukinnar vöruþróunar. Einn af hvötunum fyrir að setja þessa umgjörð á laggirnar var meðal annars sá að varðveita matarhefðir og svara kalli ferðaþjónustunnar eftir hefðbundnum matvælum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...