Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heimildamynd um flugslysið við Svartahnjúk
Mynd / Seylan.is
Fréttir 28. desember 2016

Heimildamynd um flugslysið við Svartahnjúk

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Ríkissjónvarpið sýnir í kvöld heimildamyndina „Svartihnjúkur – stríðssaga úr Eyrarsveit“. Myndin segir frá því þegar sex breskir hermenn fórust í flugslysi á Snæfellsnesi í nóvember 1941. Íslenskir bændur voru rifnir úr hversdagslegum búverkum til þess að fara á fjöll að leita að týndri herflugvél. Lýsingar þeirra á skelfilegri aðkomu og líkburði hafa lifað fram á þennan dag.

Líkamsleifar fjögurra hermanna fundust en tvö lík hafa aldrei fundist. Talið er að þau sé að finna í gili við Hrafnafoss. Skýrslur breska flughersins eru fáorðar um þetta sérkennilega mál. En í Eyrarsveit á Snæfellsnesi hafa menn í áratugi sagt sögur af örlögum þeirra sem saknað er. Í myndinni er rætt við bændur og aðra sem segja söguna af flugslysinu við Svartahnjúk.

Nánar um heimildamyndina og slysið.

Sjá stiklu úr myndinni

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...