Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heiti holdakálfanna að Stóra-Ármóti
Fréttir 28. ágúst 2019

Heiti holdakálfanna að Stóra-Ármóti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á öllum betri bæjum er til siðs að gefa gripunum nafn og það er einnig gert á ein­angrunarstöðinni að Stóra-Ármóti.

„Nautin sem fæddust í fyrsta hollinu heita Draumur, Bætir, Baldur, Vísir og Týr og á hvert nafn sína sögu. Týr heitir í höfuðið á ræktunarfélagi í Noregi og Vísir er komið af fósturvísi. Draumur er eini kálfurinn sem er óskyldur hinum og draumur okkar rættist þegar kom í ljós að hann var naut. Baldur heitir í höfuðið á mér og Baldri Helga Benjamínssyni sem er kynbótafræðingur og ráðgjafi við verkefnið en Bætir var eins konar uppbót þar sem við héldum fyrst að kýrin væri geld en kom svo með kálf.

Kvígurnar úr fyrsta hollinu heita flestar eftir dýralæknum og öðrum sem koma með einum eða öðrum hætti að verkefninu. Þær heita Steina, Sveina, Silla, Vísa, Birna, Fóstra og Munda.“ 

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...