Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hentistefna stjórnvalda í tollamálum stendur greininni fyrir þrifum
Fréttir 5. desember 2019

Hentistefna stjórnvalda í tollamálum stendur greininni fyrir þrifum

Höfundur: Vimundur Hansen

Samkvæmt minnisblaði sem Félag svínabænda lagði fram á fundi með Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra 27. nóvember síðastliðnum er fjöldi ástæðna fyrir því að ekki eigi að binda í lög innflutning á 400 tonnum af svínasíðum árlega.

„Það sem stendur íslenskri svínarækt mest fyrir þrifum í dag, til að vaxa og dafna, er sú hentistefna sem íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið rekið þegar kemur að tollverndinni. Annars ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn á að hlustað verði á okkar rök og vonandi verði mótuð skýr langtímastefna um tollvernd í íslenskum landbúnaði sem allra fyrst,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi að Teigi.

Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda og bóndi að Teigi. /Mynd HKr.

„Við lögðum fram minnisblað til ráðherra með tíu ástæðum fyrir því að ekki ætti að binda í lög innflutning á 400 tonnum af svínasíðum. Það virðast fáir gera sér grein fyrir því hvaða fordæmi er þarna verið að setja gagnvart landbúnaðinum í heild sinni. Félag atvinnurekenda var svo ekki lengi að komast á bragðið og þar á bæ er nú þegar búið að fara fram á 200 tonna tollkvóta í bæði nauta- og kjúklingakjöti.“

Ákvarðanir út frá röngum forsendur

Ingvi segir að verið sé að taka ákvarðanir út frá gögnum sem eru í besta falli ófullnægjandi. Það var ekki fyrr en í september síðastliðinn sem svínasíður fengu sér tollskrárnúmer, fram að þeim tíma voru aðrir hlutar skrokksins fluttir inn á sama tollskrárnúmeri og svínasíður.

„Nú er því loksins hægt að rýna í rétt gögn þótt reyndar séu aðeins komnar innflutningstölur fyrir september og október en þau gögn gefa svo sannarlega tilefni til að staldrað sé við. Á þessum tveimur mánuðum er einungis verið að flyja inn um 25 tonn af svínasíðum á meðan heildarinnflutningur á svínakjöti er 169 tonn. Á þessu tímabili er innflutningur á svínasíðum því einungis 15% af heildarinnflutningi á svínakjöti. Vissulega er tímabilið stutt og varasamt að draga miklar ályktanir út frá því. Gögnin sýna engu að síður svart á hvítu hvað það er fráleitt að binda einhliða í lög innflutning á 400 tonnum af svínasíðum.“

Ábati af innflutningi ekki skilað sér ti neytenda

„Við bentum ráðherra einnig á að ábati af auknum innflutningi hefur hingað til ekki skilað sér til neytenda. Frá ágúst 2013 til október 2019 hefur innflutningur á svínakjöti margfaldast að magni og nýr tollasamningur frá 2015 tekið gildi að fullu. Á þessu tímabili hefur almennt verðlag hækkað um 14%, svínakjöt til neytenda hækkað um 15% og verð til svínabænda hefur lækkað um 3%. Sagan segir okkur því miður að litlar líkur eru á að aukinn innflutningur skili sér í vasa neytenda.  Þannig er enn ekki vitað hvað varð um þá fjármuni, 3 milljarða, sem innflytjendur fengu endurgreidda frá ríkinu og höfðu áður verið greiddir af neytendum.“

Hlutfall innflutts kjöts mjög hátt hér á landi

Ingvi segir að það vilji gleymast í umræðunni að það sé búið að gera gríðarlegar tilslakanir í tollverndinni á síðustu árum og hlutfall innflutts kjöts sé orðið mjög hátt hér á landi. 

„Við höfum skilning á því að ráðherra vilji leggja ráðgjafarnefndina um inn- og útflutning landbúnaðarvara niður, enda var henni ætlað að taka ákvarðanir út frá ófullnægjandi gögnum. En eitthvað þarf samt að koma til þannig að hægt sé að bregðast við ófyrirséðum aðstæðum í framboði og eftirspurn.“ 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...