Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gunnar Freyr Benediktsson býður upp á afleysingaþjónustu fyrir bændur og hefur haft nóg að gera frá því hann flutti heim frá Danmörku í febrúar síðastliðnum.
Gunnar Freyr Benediktsson býður upp á afleysingaþjónustu fyrir bændur og hefur haft nóg að gera frá því hann flutti heim frá Danmörku í febrúar síðastliðnum.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 20. júlí 2020

Heppinn að starfa við það sem mér þykir skemmtilegast

Höfundur: MÞÞ
„Ég hef haft alveg nóg að gera og er ánægður með það,“ segir Gunnar Freyr Benediktsson, sem býður upp á afleysingaþjónustu fyrir bændur. 
 
Gunnar er ættaður úr Gnúpverjahreppi en ólst upp á Selfossi. „Ég heillaðist ungur að þeirri hugmynd að verða bóndi þegar ég yrði stór,“ segir hann. Það er hins vegar þrautin þyngri þegar ekki er hægt að ganga inn í búskap foreldra eða önnur bú í eigu ættingja. 
 
„Mínir foreldrar eru ekki í búskap og ég hef ekki beinan aðgang að neinu búi svo ég verð að láta mér nægja enn um sinn að dreyma um að verða bóndi,“ segir Gunnar. Erfiðeikum er bundið að komast í búskap hafi menn ekki beina tengingu inn í landbúnaðinn eða nægt fé.
 
Næg verkefni
 
Gunnar hélt til náms við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og lauk búfræðiprófi árið 2017. Þá kláraði hann frjótækninám árið 2019. „Áhuginn á að sinna búskap dalaði ekki neitt með árunum,“ segir hann um námsvalið. En hann sá sér leik á borði og stofnaði afleysingaþjónustu, byrjaði fljótlega eftir námið en flutti síðan til Danmerkur og bjó þar í tvö ár. Þar vann hann við landbúnaðarstörf. Heim kom hann í febrúar síðastliðnum og tók þá upp þráðinn með afleysingarnar á ný.
 
Skemmst er frá því að segja að vel gengur, bændur þiggja afleysingaþjónustu með þökkum. „Það hafa verið næg verkefni, ég var mjög heppinn að fá vinnu á sama bænum í fjóra mánuði og þeirri törn er að ljúka. Þá taka nýir bæir við og það sem líka er gott við þetta starf er að maður fer víða og kynnist mörgu nýju fólki.“ 
 
Fer hvert á land sem er
 
Gunnar hefur mikið starfað á Suðurlandi en er tilbúinn að fara hvert á land sem er. Hann tekur m.a. að sér afleysingar við mjaltir, aðstoð við vélavinnu, girðingar og í raun hvað eina sem búskap viðkemur. Kveðst hann vel geta hugsað um sauðfé og hesta þó sjálfur ríði hann ekki mikið út. „Ég sinni þeim verkum sem mér er falið að vinna. Þetta er mjög skemmtilegt starf og hefur marga kosti. Einkum auðvitað og sér í lagi þá að með því fæ ég tækifæri til að starfa við það sem mér þykir skemmtilegast,“ segir Gunnar.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...