Herdís Sæmundardóttir er nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar
Í tilkynningu á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins er greint frá því að búið sé að skipa nýja stjórn Byggðastofnunar. Herdís Sæmundsdóttir er nýr stjórnarformaður stofnunarinnar.
Í ræðu ráðherra, á ársfundi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum í dag, þakkaði hann Þóroddi Bjarnasyni fráfarandi formanni stjórnar fyrir störf hans og bauð um leið Herdísi Sæmundardóttur velkomna til starfa.
Samkvæmt 3. gr. laga nr. 106/1999 um Byggðastofnun skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sjö menn í stjórn stofnunarinnar og jafnmarga til vara til eins árs í senn. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar jafnframt formann og varaformann.
Nýja stjórn Byggðastofnunar skipa eftirtaldir: Herdís Sæmundardóttir, formaður, Einar E. Einarsson, varaformaður, Valdimar Hafsteinsson, Ásthildur Sturludóttir, Karl Björnsson,Oddný María Gunnarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir.