Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Herdís Sæmundardóttir er nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar
Fréttir 10. apríl 2015

Herdís Sæmundardóttir er nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar

Höfundur: smh

Í tilkynningu á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins er greint frá því að búið sé að skipa nýja stjórn Byggðastofnunar. Herdís Sæmundsdóttir er nýr stjórnarformaður stofnunarinnar.

Í ræðu ráðherra, á ársfundi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum í dag, þakkaði hann Þóroddi Bjarnasyni fráfarandi formanni stjórnar fyrir störf hans og bauð um leið Herdísi Sæmundardóttur velkomna til starfa.

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 106/1999 um Byggðastofnun skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sjö menn í stjórn stofnunarinnar og jafnmarga til vara til eins árs í senn.  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar jafnframt formann og varaformann.

Nýja stjórn Byggðastofnunar skipa eftirtaldir: Herdís Sæmundardóttir, formaður, Einar E. Einarsson, varaformaður, Valdimar Hafsteinsson, Ásthildur Sturludóttir, Karl Björnsson,Oddný María Gunnarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir.

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...