Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Herlirfan var fyrst skilgreind 1852
Fréttir 27. júlí 2020

Herlirfan var fyrst skilgreind 1852

Höfundur: HKr. / VH

Herlirfan eða herormurinn, Spodoptera frugiperda, gengur undir ýmsum nöfnum milli landa. Lirfan sjálf er afkvæmi mölflugu sem Svíar kalla maísflugu og lirfuna „Höstarmélarven“, en Norðmenn kalla fluguna „Majsugle“, eða kornuglu. Þá er fyrirbærið líka kallað haust-herormur á ensku líkt og á sænsku. 

Herlirfan er upprunnin í Mið-Ameríku og hefur verið skæð bæði í Bandaríkjunum og suður til Argentínu. Frá Suður-Ameríku barst hún til Afríku á sjötta áratug síðustu aldar. Þá hefur hún einnig náð fótfestu í Asíu. Nú óttast sérfræðingar að hlýnandi loftslag leiði til þess að mölflugan nái líka fótfestu í Evrópu og að herlirfan geti valdið evrópskum bændum miklum skaða.

Í raun eru til margar tegundir af því sem nefnt hefur verið herlirfa, en þekktar eru um 160.000 tegundir af mölflugum. Tegundinni Spodoptera, sem er sögð af Notuidae-ætt, var fyrst lýst af franska lögfræðingnum og skordýrafræðingnum Achille Guenée árið 1852. Gróflega hafa 30 tegundir herlirfa verið skilgreindar í sex heimsálfum.

Eins og Bændablaðið hefur áður greint frá þá hefur plága herlirfa herjað á maísakra í Suður-Afríku og öðrum löndum í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur af völdum plágunnar er gríðarlegur.

Eftir að lirfurnar skríða úr eggi geta þær valdið miklum skemmdum á maís og mörgum fleiri nytjategundum og uppskerubresti á stórum svæðum. Löndin sem verst hafa komið út úr slíkum plágum eru Suður-Afríka, Sambía, Malaví og Simbabve. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...