Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Herlirfan var fyrst skilgreind 1852
Fréttir 27. júlí 2020

Herlirfan var fyrst skilgreind 1852

Höfundur: HKr. / VH

Herlirfan eða herormurinn, Spodoptera frugiperda, gengur undir ýmsum nöfnum milli landa. Lirfan sjálf er afkvæmi mölflugu sem Svíar kalla maísflugu og lirfuna „Höstarmélarven“, en Norðmenn kalla fluguna „Majsugle“, eða kornuglu. Þá er fyrirbærið líka kallað haust-herormur á ensku líkt og á sænsku. 

Herlirfan er upprunnin í Mið-Ameríku og hefur verið skæð bæði í Bandaríkjunum og suður til Argentínu. Frá Suður-Ameríku barst hún til Afríku á sjötta áratug síðustu aldar. Þá hefur hún einnig náð fótfestu í Asíu. Nú óttast sérfræðingar að hlýnandi loftslag leiði til þess að mölflugan nái líka fótfestu í Evrópu og að herlirfan geti valdið evrópskum bændum miklum skaða.

Í raun eru til margar tegundir af því sem nefnt hefur verið herlirfa, en þekktar eru um 160.000 tegundir af mölflugum. Tegundinni Spodoptera, sem er sögð af Notuidae-ætt, var fyrst lýst af franska lögfræðingnum og skordýrafræðingnum Achille Guenée árið 1852. Gróflega hafa 30 tegundir herlirfa verið skilgreindar í sex heimsálfum.

Eins og Bændablaðið hefur áður greint frá þá hefur plága herlirfa herjað á maísakra í Suður-Afríku og öðrum löndum í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur af völdum plágunnar er gríðarlegur.

Eftir að lirfurnar skríða úr eggi geta þær valdið miklum skemmdum á maís og mörgum fleiri nytjategundum og uppskerubresti á stórum svæðum. Löndin sem verst hafa komið út úr slíkum plágum eru Suður-Afríka, Sambía, Malaví og Simbabve. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...