Hitamet í heimshöfunum
Mælingar frá 1950 sýna að hitastig sjávar hefur hækkað jafnt og þétt frá þeim tíma og að hitamet hafa verið slegin síðastliðin fimm ár og að 2018 er það heitasta síðan mælingar hófust.
Hafið bindur meira en 90% af þeim hita sem verður til vegna losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og því einn mælikvarði á hlýnun jarðar að mæla hita sjávar.
Mælingar sýna að hitastig sjávar hefur aldrei verið hærra en síðustu fimm ár og að hlýnun sjávar hefur aukist hratt frá síðustu aldamótum þótt hún hafi verið að mælast allt frá því um miðja þarsíðustu öld.
Í grein um hitametið sem birtist í Journal Advances in Atmospheric Sciences segir meðal annars að mælingarnar sýni svo ekki verði um villst að hlýnun sjávar sé staðreynd og að afleiðingar eigi eftir að verða alvarlegar. Eitt af því sem gerist þegar sjór hitnar er að hann þenst út þannig að sjávarborð eigi eftir að hækka. Samkvæmt því sem segir í greininni er líklegt að sjávarborð muni hækka um allt að einn metra á næstu öld gangi spár um hlýnun jarðar eftir.