Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ekki er nóg með að sjávarhiti 2019 hafi mælst sá hæsti frá upphafi mælinga heldur mældist hækkunin frá árinu áður einnig sú mesta milli ára frá upphafi mælinga.
Ekki er nóg með að sjávarhiti 2019 hafi mælst sá hæsti frá upphafi mælinga heldur mældist hækkunin frá árinu áður einnig sú mesta milli ára frá upphafi mælinga.
Fréttir 28. janúar 2020

Hiti sjávar aldrei hærri en 2019

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafið tekur til sín um 90% af þeim hita sem er að finna í gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftinu og sjórinn því sagður besti mælikvarði sem hægt er að nota til að mæla hlýnun. Meðalhiti sjávar hefur aldrei mælst hærri en árið 2019.

Mælingar á hita sjávar undanfarna áratugi sýna að síðustu tíu ár hefur hitastig hafsins hækkað jafnt og þétt og hvert ár verið heitara en árið áður. Niðurstöður mælinganna voru birtar í Advances In Atmospheric Sciences.

Auknar sveiflur í veðri

Afleiðing hækkandi hitastigs eru auknar sveiflur í veðri, hvassari stormar, aukin hætta á flóðum, annars staðar valda hitabreytingarnar auknum þurrkum og gróðureldum. Hækkun sjávarhita hefur einnig áhrif á vistkerfi sjávar og ógnar lífríki þess eins og það er í dag. 

Vísindamenn segja að þótt lofthiti sé oft notaður sem mælikvarði á hlýnun jarðar sé mun raunhæfara að miða við sjávarhita þar sem hitabreytingar í hafi séu stöðugri og að hafið geymi hitann lengur.

Ekki er nóg með að sjávarhiti 2019 hafi mælst sá mesti frá upphafi mælinga heldur mældist hækkunin frá árinu áður einnig sú mesta milli ára frá upphafi mælinga.

Stigmagnandi hækkun

Niðurstöður mælinganna benda til að hækkun sjávarhita sé stigmagnandi og að hækkun frá 1987 til 2019 sé fjórum sinnum meiri en milli áranna 1955 til 1986.

Hækkun sjávarhita er þegar farin að valda bráðnun heimskautaísa og valda hækkun sjávar samhliða því að sjávarstaða hefur ekki mælst hærri víða um heim síðan mælingar hennar hófust snemma á tuttugustu öldinni. 

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...