Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni
Fréttir 23. mars 2023

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skortur er á áreiðanlegum opinberum gögnum um framleiðslumagn og markaðshlutdeild lífrænt vottaðra matvæla á Íslandi.

Tillögur eru komnar fram um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi.

Stefna stjórnvalda er að auka hlutfall þessara matvara markvisst með tímasettri áætlun og eru tillögurnar ein birtingarmynd stefnunnar. Þeim er þannig ætlað að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar, þar sem eftirspurn eftir vottuðum lífrænum vörum fer vaxandi. Plássfrekastir vöruflokka á íslenskum lífrænt vottuðum markaði eru garðyrkja, eggjaframleiðsla, mjólkurvinnsla og kornframleiðsla til manneldis.

Hlutfallið er hæst í garðyrkju, en þar er vitað að 13 af um 200 framleiðendum eru lífrænt vottaðir, eða um 6,5 prósent.

Nesbú er eini íslenski eggja­framleiðandinn og er talið að markaðshlutdeild þeirra sé um fimm prósent í dag. Móðir Jörð ræktar um 100 tonn af korni á ári af um 9.500 tonna heildarframleiðslu í landinu, eða tæplega eitt prósent. Kornið frá Vallanesi er hins vegar allt ræktað til manneldis – og er stór hluti af þeirri heildarframleiðslu í landinu.

Biobú ætlar að vinna mjólk úr 700.000 lítrum á þessu ári af um 800 þúsund lítra heildarmagni sem er í boði. Það er um 0,54 prósent framleiðsla af heildarkvóta ársins.

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21 í nýju Bændablaði.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...