Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Bergur Björnsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, hefur snúist í kringum tré meira og minna allt sitt líf. Hér er hann á Snæfoksstöðum í Grímsnesi og mundar sög sína í jólatrjáavertíðinni.
Bergur Björnsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, hefur snúist í kringum tré meira og minna allt sitt líf. Hér er hann á Snæfoksstöðum í Grímsnesi og mundar sög sína í jólatrjáavertíðinni.
Mynd / Aðsend
Fréttir 18. desember 2023

Höggvið á Snæfoksstöðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bergur Björnsson á Selfossi hefur unnið hvað lengst allra Sunnlendinga við skógarhögg á jólatrjám. Hann er farinn að hugsa fyrir jólatrjám sem höggvin verða laust eftir 2030.

„Ég hef unnið við skógrækt og landgræðslu nánast alla mína tíð,“ segir Bergur. Hann er fæddur árið 1967 í Þjórsárdal í Gnúpverjahreppi hinum forna og því búinn að leggja gjörva hönd á plóg um langa hríð. „Ég ólst þar upp í skóginum og fór að vinna í skógræktinni upp úr fermingu og allt fram til 1997 eða þar um bil. Þá tók ég pásu frá þessu og fór að vinna við smíðar og sitthvað fleira, vann t.d. í Vatnsfelli í tvö ár og tók þátt í að reisa þar virkjun. Ég fór svo í Garðyrkjuskólann 2008 þegar hrunið varð,“ segir hann og bætir við að þar hafi hann verið á námsbrautinni skógum og náttúru í tvö ár og svo annað eins á skrúðgarðyrkjubraut í fjarnámi. Þá lá leiðin austur í Gunnarsholt þar sem Bergur starfaði hjá Landgræðslunni um sjö ára skeið. Fyrir þremur árum tók hann svo við sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga.

Hálft þúsund jólatrjáa

Bergur er því í skóginum alla daga. „Ég er búinn að sveifla keðjusög meira og minna í einhverja áratugi,“ segir hann og hefur auðvitað tekið þátt í jólatrjáavertíðinni eins og vera ber. „Maður þarf að hugsa átta til tíu ár fram í tímann í þeim efnum. Maður plantar trjám í ár til að höggva þau eftir átta til tíu ár og ég er því að hugsa til jóla 2031-2 á þessu ári!“ segir Bergur og hlær við.

„Við byrjum yfirleitt að höggva jólatré í byrjun nóvember, á jörðinni Snæfoksstöðum, sem er í eigu Skógræktarfélags Árnesinga og er í Grímsnesinu. Ætli við séum ekki að höggva þar hátt í fimm hundruð tré allt í allt,“ bætir hann við.

„Við seljum til Þallar, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og eitthvað í Garðheima. Svo erum við með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum helgarnar fyrir jól frá kl. 11 til 16 og bjóðum upp á kakó og lummur. Þar er líka handverksmarkaður. Auk þess að velja sér tré úr því sem við höfum þegar hoggið, getur fólk fellt tré sjálft, ef það kýs svo.“ Einkum er þetta stafafura en Bergur segir líka fást eitthvað af blágreni.

Trjátískan tekur breytingum

Spurður hvort jólatrjáatíska landsmanna hafi tekið breytingum gegnum árin segir hann svo vera.

„Fyrst var það rauðgrenið en nú er það alveg dottið út nema hjá einstaka sérvitringi. Langmest er hoggið af stafafuru á innanlandsmarkað, af því að hún er barrheldin,“ segir hann og spyrðir við að kannski hafi tískan bara breyst. Hann tiltekur að blágrenið sé einnig barrheldið og því góður kostur. Hans eigið uppáhaldstré verði þó alltaf þinur.

„Hvert tré er með sína lykt, svo sem furan og blágrenið, en mér finnst lyktin af þininum best.“ Hann setur því stundum þin í stofuna fyrir jólin en þar sem tegundin er ekki á hverju strái notar hann oft furu sem jólatré. „Ég tek allavega greinar af þin, bara til að fá lyktina,“ bætir hann við.

Vélagengi í skógarhöggið

Bergur hefur auðvitað lent í ýmsu brasi eins og allir skógarhöggsmenn. Segir stundum hafa fallið á sig tré þegar hann var að byrja eða vandaði sig ekki nóg. En aðallega sé hann orðinn nokkuð lúinn á skrokkinn eftir að munda sögina alla þessa áratugi. „Nú fengum við Letta í vor með sérstakar vélar til að fella tré, afkvista þau og saga í búta,“ útskýrir hann. „Svo keðjusagarvinna fer nú bara mikið til minnkandi héðan í frá, hugsa ég.“

Bergur segir Lettana hafa fellt um 200 rúmmetra á þremur dögum. Meðalmaður sé að höggva um fjóra rúmmetra á dag.

Að lokum er Bergur spurður hinnar gullnu spurningar skógar- höggsmannsins: hvaða tegund af sög hann noti.

„Í vinnunni nota ég Stihl, en mín einkasög er Husqvarna,“ segir hann hlæjandi.

„Ég hallast meira að Husqvarna, það eru nokkrir smágallar við Stihl sem eru hálfleiðinlegir,“ segir Bergur að endingu.

Skylt efni: skógarhögg

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...