Hörð keppni um besta eftirréttinn
Fjörutíu einstaklingar tóku þátt í keppninni eftirréttur ársins sem fór fram í gær.
Sigurvegari keppninnar var Axel Þorsteinsson yfirkonditor á Apótel Restaurant og hlaut að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry. Í öðru sæti var Denis Grbic matreiðslumaður á Grillinu Hótel Sögu og í því þriðja Iðunn Sigurðardóttir matreiðslunemi á Fiskfélaginu. Keppni var hörð og lítill munur á keppendum í efstu sætunum.
Dómarar að þessu sinni voru þau Karl Viggó Vigfússon Omnom sem jafnframt var yfirdómari, Sturla Birgisson Borg Restaurant og Ylfa Helgadóttir Kopar.
Að sögn Karls Viggós eins að umsjónarmönnum keppninnar hefur hún vaxið ár frá ári og er gæðastaðallinn mjög hár. „Keppendur leggja mikinn metnað í eftirréttina og var mjótt á munum milli efstu manna. Gaman er að sjá unga og efnilega fagmenn gefa allt í keppnina og greinilegt að áhugi á eftirréttagerð fer vaxandi.“