Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá afhendingu peningastyrkjanna á dögunum á Hótel Rangá.
Frá afhendingu peningastyrkjanna á dögunum á Hótel Rangá.
Mynd / MHH
Fréttir 16. mars 2016

Hótel Rangá − Allt þjórfé gefið til góðgerðarmála

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá, og starfsfólk hans hafa samþykkt að gefa allt þjórfé sem þar kemur inn til góðgerðarmála. 

„Það hefur aldrei tíðkast hérlendis að gestir veitingahúsa eða þeir sem kaupa aðra þjónustu þurfi að greiða þjórfé, eins og það kallast í útlöndum, en þar er það sums staðar nánast einu launin sem starfsfólkið fær fyrir vinnu sína,“ segir Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá.

  Með stórauknum fjölda ferðamanna til Íslands hefur það færst í vöxt að þjórfé sé greitt. Víða um heim eru menn einmitt að reyna að hverfa frá þessu kerfi, meira að segja Bandaríkjamenn, þar sem laun þjóna eru jafnvel aðeins 250 til 400 krónur á tímann. Þeir þurfa svo að vera eins og rukkarar fyrir hönd veitingahússeigandans að fá upp í launin sín.   

Við ákváðum það  fyrir nokkrum mánuðum að þiggja ekki þjórfé. Við segjum gestunum hins vegar að við vitum að mörgum þyki ánægjulegt að leggja fram einhverja fjármuni sem virðingarvott fyrir góða þjónustu. Við bjóðum þeim að leggja fram peninga sem renna til góðra málefna og til að byrja með til björgunarsveita á svæðinu. Þetta hefur vakið afskaplega jákvæð viðbrögð meðal gesta okkar. Framlög gesta okkar fyrstu vikur ársins 2016 nema um 400.000 kr. og koma 200.000 kr. í hlut björgunarsveitanna á Hellu og Hvolsvelli,“ segir Friðrik. Sjálfur er hann á móti þjórfé. „Já, ég er alveg á móti því, við megum alls ekki innleiða það í íslenska ferðaþjónustu, starfsfólkið á bara að fá mannsæmandi laun.“ 

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...