Höttubotna hefur borið 11 sinnum og samtals 36 lömbum
Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þetta er ærin Höttubotna 04-286 á Ásbjarnarstöðum í Húnaþingi vestra sem er eins og númerið gefur til kynna 12 vetra gömul og hefur borið 36 lömbum á sinni æfi.
Þóra Kristín Loftsdóttir á Ásbjarnarstöðum segir að frjósemi sauðfjár sé kannski löngu hætt að teljast til tíðinda. Hún segist þó ekki vita dæmi um aðra eins endingu hjá svo frjósamri kind eins og Höttubotnu. Hún var höfð geld sem gemlingur en hefur borið öll árin síðan, alls 11 sinnum.
Einu sinni hefur hún verið tvílembd, 6 sinnum þrílembd og 4 sinnum fjórlembd. Samtals hefur hún því eignast 36 lömb á ævinni. Spurning hvort hún kemst upp í 40 að ári.