Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hreinn vinsælasti hrúturinn
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir.
Fréttir 12. janúar 2024

Hreinn vinsælasti hrúturinn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Af þrjátíu vinsælustu hrútunum á sæðingastöðvunum voru tuttugu og fjórir með verndandi arfgerðir. Hreinn frá Þernunesi, sem er arfhreinn ARR, trónir á toppnum með 1.439 skráðar sæðingar. Hann náði ekki að anna þessari miklu eftirspurn, en bændur lögðu inn pantanir fyrir um 3.500 skömmtum. Útsent sæði frá honum voru 1.705 skammtar.

Aukning á þátttöku í sæðingum milli ára er mjög mikil, en í desember 2022 voru sæddar 18.700 ær, á meðan 28.663 ær voru sæddar í desember 2023. Hina miklu aukningu má að vissu leyti rekja til niðurgreiðslu frá hinu opinbera til að dreifa arfgerðum sem veita vernd gegn riðu sem víðast. Matvælaráðuneytið lagði tuttugu milljónir til verkefnisins og segir í fréttatilkynningu frá RML að í ljósi góðrar þátttöku gæti niðurgreiðslan á hverja kind orðið lægri en lagt var upp með. Til að eiga rétt á styrk þurftu bændur að skrá sæðingarnar í Fjárvís í síðasta lagi 8. janúar.

Í hrútaskránni voru fjörutíu og þrír hrútar fyrir utan forystuhrúta og feldfjárhrúta. Af þeim voru sextíu prósent með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Á heimasíðu RML kemur fram að miðað við skráningu í Fjárvís 4. janúar voru áttatíu prósent af ánum sæddar með hrútum sem bera mögulega verndandi arfgerðir og þar af sextíu prósent með ARR hrútum. Ef horft er til sæðinga og notkunar á heimahrútum með ARR megi gera ráð fyrir að yfir sjö þúsund ARR lambhrútar komi til greina á hrútastöðvarnar í haust.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.