Hrókur er fallegasti forystuhrúturinn í Þistilfirði
Hrókur frá Svalbarði í Þistilfirði hreppti titilinn „Fallegasti forystuhrútur Þistilfjarðar 2015“, en fyrsta sýning forystuhrúta á Íslandi var haldin á Hagalandi í Þistilfirði nýverið þar sem m.a. var keppt um þennan titil.
Ráðunautarnir Steinunn Anna, Sigurður Þór og María Svanþrúður voru fengin til að dæma hrútasýningu á Hagalandi í Þistilfirði, þrautreyndir hrútadómarar þar á ferð.
Dæmdir voru 30 veturgamlir hrútar. Tekið var upp á þeirri nýbreytni að dæma forystuhrúta en þar var ekki notaður hefðbundinn dómskali heldur horft eftir atferli ásamt lit og litasamsetningu.
Myndirnar eru teknar á hrútasýningunni á Hagalandi þar sem áhugasamir fylgdust grannt með gangi mála.