Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrútaskráin komin á vefinn
Fréttir 18. nóvember 2021

Hrútaskráin komin á vefinn

Höfundur: smh

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2021-2022 er nú aðgengileg á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Í komandi sæðingarvertíð standa 48 úrvalshrútar til boða, segir í tilkynningu RML, en útsending sæðis mun hefjast 1. desember og standa til 21. desember.

„Af þessum 48 hrútum eru þrjátíu hyrndir og þar af einn ferhyndur, fjórtán kollóttir, tveir feldfjárhrútar og loks tveir forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna nítján hrúta sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð. Hér ættu því allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum,“ segir á vefnum.

Meðal efnis eru nýjar greinar um riðuarfgerðir og svo gula fitu.

Lýsingar og umsagnir hrúta skrifuðu þeir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Eyþór Einarsson, Lárus G. Birgisson og Árni Brynjar Bragason.

Prentaða útgáfan er væntanleg í næstu viku.

Í tilkynningu RML segir að margir hafi komið að gerð hrútaskráarinnar. „Vinnsla gagna hefur að langmestu leyti verið í höndum Eyjólfs Ingva. Sigurður Kristjánsson sá um prófarkalestur ásamt höfundum lýsinga og Rósa Björk Jónsdóttir um umbrot. Myndir í skránni eru eftir Höllu Eyglóu Sveinsdóttur og Anton Torfa Bergsson. Greinar í skránni eru eftir þau Eyþór Einarsson, Karólínu Elísabetardóttur og Stefaníu Þorgeirsdóttur. Þorsteinn Ólafsson samdi texta um sauðfjársæðingar og beiðsli. Umsjón með prentun hefur Olgeir Helgi Ragnarsson. Ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson. Öllum þessum aðilum sem og auglýsendum er þakkað fyrir þeirra framlag.“

Hrútaskrá vetrarins 2021-22

Skylt efni: Hrútaskrá

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...