Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Núverandi afurðastöð SS, árið 1946 þegar hún var tekin í notkun.
Núverandi afurðastöð SS, árið 1946 þegar hún var tekin í notkun.
Mynd / SS
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtækisins á lóð sinni á Fossnesi á Selfossi.

„SS hefur af skynsemi keypt stórar lóðir við stöðina á Fossnesi og sameinað þær allar í eina iðnaðarlóð sem er 9,8 ha að stærð. Til umráða er því mjög stór lóð sem hefur allt það sem ný starfsstöð þarf á að halda,“ segir í Fréttabréfi SS.

Fallið hefur verið frá því að endurbyggja stórgripasláturhús við núverandi húsakost þar sem það var talið óhagkvæmt. „Fjármunum félagsins er betur varið í byggingu nýrrar stöðvar frá grunni sem gefur mikla hagræðingarmöguleika með sameiginlegum deildum fyrir innmat og gorklefa. Fullri nýtingu á öllum afurðum sem má hirða,“ segir jafnframt í fréttabréfinu.

Í nýrri stöð er meðal annars reiknað með sameiginlegri búvöruverslun og slátraraverslun þar sem bændur og neytendur geti keypt kjöt sem er almennt ekki til sölu í verslunum. „Svo sem læri og hryggi af bestu dilkaskrokkunum. [...] En þess verður að gæta að sem minnst skörun verði við sölu á kjöti sem bændur selja úr heimtöku.“

Ítarleg þarfagreining og hönnun fer nú fram á verkinu en fram kemur í fréttabréfinu að um fimm til sex ár munu líða þar til uppbyggingunni lýkur. Deildarfundir SS fara fram þessa dagana en aðalfundur samvinnufélagsins fer fram þann 15. mars nk.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f