Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Núverandi afurðastöð SS, árið 1946 þegar hún var tekin í notkun.
Núverandi afurðastöð SS, árið 1946 þegar hún var tekin í notkun.
Mynd / SS
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtækisins á lóð sinni á Fossnesi á Selfossi.

„SS hefur af skynsemi keypt stórar lóðir við stöðina á Fossnesi og sameinað þær allar í eina iðnaðarlóð sem er 9,8 ha að stærð. Til umráða er því mjög stór lóð sem hefur allt það sem ný starfsstöð þarf á að halda,“ segir í Fréttabréfi SS.

Fallið hefur verið frá því að endurbyggja stórgripasláturhús við núverandi húsakost þar sem það var talið óhagkvæmt. „Fjármunum félagsins er betur varið í byggingu nýrrar stöðvar frá grunni sem gefur mikla hagræðingarmöguleika með sameiginlegum deildum fyrir innmat og gorklefa. Fullri nýtingu á öllum afurðum sem má hirða,“ segir jafnframt í fréttabréfinu.

Í nýrri stöð er meðal annars reiknað með sameiginlegri búvöruverslun og slátraraverslun þar sem bændur og neytendur geti keypt kjöt sem er almennt ekki til sölu í verslunum. „Svo sem læri og hryggi af bestu dilkaskrokkunum. [...] En þess verður að gæta að sem minnst skörun verði við sölu á kjöti sem bændur selja úr heimtöku.“

Ítarleg þarfagreining og hönnun fer nú fram á verkinu en fram kemur í fréttabréfinu að um fimm til sex ár munu líða þar til uppbyggingunni lýkur. Deildarfundir SS fara fram þessa dagana en aðalfundur samvinnufélagsins fer fram þann 15. mars nk.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...