Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þótt langmestur fjöldi sé á suðvesturhorninu.

Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður býflugnaræktenda, telur fjölda ræktenda hafa verið svipaðan undanfarin ár en sjálfur byrjaði hann býflugnarækt árið 1998 á Íslandi.

„Ég kom heim frá Svíþjóð árið 1998 með býflugur og hélt hérlendis býræktarnámskeið ári seinna. Það var svo um 2011 að ræktun býflugna hérlendis tók verulegan kipp og hef ég kennt um 220 manns býflugnarækt.“

Egill segir að helsta ástæða þess að býflugnarækt á Íslandi sé ekki viðameiri sé vöntun á býflugum. Íslenskt veðurfar spili líka stórt hlutverk þar sem mikilvægt er fyrir býflugnabúin að þau hafi gott skjól og þurfi að standa af sér íslenskar lægðir og umhleypinga.

„Það er vöntun á býflugum og því geta ræktendur ekki verið með fleiri bú. Við flytjum inn býflugur frá Álandseyjum og það hefur oftast gengið vel. Í ár urðum við þó fyrir því óhappi að hluti þeirra drapst í flutningum, líklega vegna ofhitnunar í búunum við flutningana eða ónægrar loftræstingar. Hingað til lands komu þó 123 lifandi býflugnaafleggjarar og við eigum von á svipuðu magni á næsta ári.“

Aðaluppskerutími býræktenda fer fram um miðjan ágúst, stundum fyrr hjá stórum búum. „Nú er aðaluppskerutíminn búinn og mér skilst að uppskera sé mjög góð, þökk sé hlýjum júlí og ágúst.

Uppskeran er mest í lok sumars því býflugurnar eru fjölmennastar í lok sumars – því fleiri þernur sem sækja blómasafa því meiri verður uppskeran.

Nú ætti að vera búið að taka sem mesta hunangið úr búunum og þeim er gefið sykurvatn í staðinn sem fóður fyrir veturinn.“

Egill telur að uppskera hunangs úr sínum búum, sem eru 12 talsins, sé um 50 kíló samtals.

Skylt efni: býflugur | hunang

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...