Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, (t.v.) og Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi jarðarinnar Hoffell 2, sem hefur nú selt Bláa lóninu hana til uppbyggingar á sviði ferðaþjónustu.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, (t.v.) og Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi jarðarinnar Hoffell 2, sem hefur nú selt Bláa lóninu hana til uppbyggingar á sviði ferðaþjónustu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 26. júní 2024

Hundrað ný störf í Hornafirði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bláa lónið hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Hornafirði og hyggst byggja þar upp baðstað og hótel.

„Ég gæti trúað að þetta yrðu um hundrað störf í upphafi og svo veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Þetta er allavega frábært verkefni, sem á eftir að verða mjög mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og allt nærumhverfið,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, aðspurður um fyrirhugaða uppbyggingu Bláa lónsins við Hoffell í Hornafirði.

Ætlunin er að byggja þar upp glæsilegan baðstað, veitingastað og fjölbreytta gistingu rétt við jökullónið. Hoffellsjökull er nyrstur þeirra jökla, sem ganga úr Breiðabungu á Vatnajökli, en hann er um tíu kílómetra langur.

Fulltrúar Bláa lónsins héldu nýlega fund með íbúum í Hornafirði til að kynna áform sín og var augljóst að heimamenn eru mjög spenntir fyrir verkefninu að sögn bæjarstjórans. „Þetta verður einstakt á heimsvísu, því get ég lofað miðað við það sem ég hef séð. Framtíðin er björt í Hornafirði,“ bætir Sigurjón kampakátur við.

Í Hoffelli er jarðhiti sem RARIK á áfram og nýtir til að kynda Hornafjörð.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...