Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, (t.v.) og Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi jarðarinnar Hoffell 2, sem hefur nú selt Bláa lóninu hana til uppbyggingar á sviði ferðaþjónustu.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, (t.v.) og Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi jarðarinnar Hoffell 2, sem hefur nú selt Bláa lóninu hana til uppbyggingar á sviði ferðaþjónustu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 26. júní 2024

Hundrað ný störf í Hornafirði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bláa lónið hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Hornafirði og hyggst byggja þar upp baðstað og hótel.

„Ég gæti trúað að þetta yrðu um hundrað störf í upphafi og svo veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Þetta er allavega frábært verkefni, sem á eftir að verða mjög mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og allt nærumhverfið,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, aðspurður um fyrirhugaða uppbyggingu Bláa lónsins við Hoffell í Hornafirði.

Ætlunin er að byggja þar upp glæsilegan baðstað, veitingastað og fjölbreytta gistingu rétt við jökullónið. Hoffellsjökull er nyrstur þeirra jökla, sem ganga úr Breiðabungu á Vatnajökli, en hann er um tíu kílómetra langur.

Fulltrúar Bláa lónsins héldu nýlega fund með íbúum í Hornafirði til að kynna áform sín og var augljóst að heimamenn eru mjög spenntir fyrir verkefninu að sögn bæjarstjórans. „Þetta verður einstakt á heimsvísu, því get ég lofað miðað við það sem ég hef séð. Framtíðin er björt í Hornafirði,“ bætir Sigurjón kampakátur við.

Í Hoffelli er jarðhiti sem RARIK á áfram og nýtir til að kynda Hornafjörð.

Landsmót hestamanna 2024
Fréttir 28. júní 2024

Landsmót hestamanna 2024

Landsmót hestamanna hefst á mánudag í Víðidal í Reykjavík. Ef frammistaða hrossa...

Samvinna bænda
Fréttir 28. júní 2024

Samvinna bænda

Bændur á starfssvæði Búnaðarsambandsins í Suður-Þingeyjarsýslu sameinuðust um áb...

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins
Fréttir 27. júní 2024

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins

Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að ...

Fjárfestingastuðningur þykir missa marks
Fréttir 27. júní 2024

Fjárfestingastuðningur þykir missa marks

Úthlutun fyrsta fjárfestingastuðnings í kornrækt er gagnrýnd, m.a. fyrir að drei...

Léttur andi á Landsmóti
Fréttir 27. júní 2024

Léttur andi á Landsmóti

Þúsundir manna safnast saman annað hvert ár til að fagna íslenska hestinum á Lan...

Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu
Fréttir 27. júní 2024

Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu

Þann 11. júní var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn íslenska ríkinu veg...

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar
Fréttir 26. júní 2024

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar

Bjarki Hjörleifsson og Pálína Axelsdóttir Njarðvík hafa verið ráðin sem aðstoðar...

Hundrað ný störf í Hornafirði
Fréttir 26. júní 2024

Hundrað ný störf í Hornafirði

Bláa lónið hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Hornafirði og hyggst byggja þa...