Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, (t.v.) og Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi jarðarinnar Hoffell 2, sem hefur nú selt Bláa lóninu hana til uppbyggingar á sviði ferðaþjónustu.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, (t.v.) og Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi jarðarinnar Hoffell 2, sem hefur nú selt Bláa lóninu hana til uppbyggingar á sviði ferðaþjónustu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 26. júní 2024

Hundrað ný störf í Hornafirði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bláa lónið hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Hornafirði og hyggst byggja þar upp baðstað og hótel.

„Ég gæti trúað að þetta yrðu um hundrað störf í upphafi og svo veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Þetta er allavega frábært verkefni, sem á eftir að verða mjög mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og allt nærumhverfið,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, aðspurður um fyrirhugaða uppbyggingu Bláa lónsins við Hoffell í Hornafirði.

Ætlunin er að byggja þar upp glæsilegan baðstað, veitingastað og fjölbreytta gistingu rétt við jökullónið. Hoffellsjökull er nyrstur þeirra jökla, sem ganga úr Breiðabungu á Vatnajökli, en hann er um tíu kílómetra langur.

Fulltrúar Bláa lónsins héldu nýlega fund með íbúum í Hornafirði til að kynna áform sín og var augljóst að heimamenn eru mjög spenntir fyrir verkefninu að sögn bæjarstjórans. „Þetta verður einstakt á heimsvísu, því get ég lofað miðað við það sem ég hef séð. Framtíðin er björt í Hornafirði,“ bætir Sigurjón kampakátur við.

Í Hoffelli er jarðhiti sem RARIK á áfram og nýtir til að kynda Hornafjörð.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...