Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Brynjar Már Karlsson, Bessi Freyr Vésteinsson og Finnbogi Magnússon í pallborðsumræðum.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Brynjar Már Karlsson, Bessi Freyr Vésteinsson og Finnbogi Magnússon í pallborðsumræðum.
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Húsfyllir í Hömrum

Höfundur: smh

Það var húsfyllir í Hömrum í Hofi í dag á ráðstefnu sem Bændasamtök Íslands stóðu fyrir undir yfirskriftinni Búskapur morgundagsins, í tengslum við ársfund sinn.

Þar var fjallað um efnið frá mismunandi sjónarhornum, meðal annars um
nýjustu tækni, sjálfbærni í landbúnaði, verktöku til sveita og fleira.
 
Fyrirlesarar voru Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður, sem fluttir erindið Að stíga feti framar – nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði?, Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ, flutti erindið Sjálfbærni í landbúnaði – tækifæri til aukinnar hagsældar og Oddný Anna Björnsdóttir verkefnastjóri, umhverfi - samfélag - lýðheilsa, hjá Krónunni, flutti erindið Straumar og stefnur í neytendamálum – breytingar á neytendamarkaði og samfélagsábyrgð.
 
Eftir kaffihlé flutti Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur erindið Nýjasta tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun, Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli flutti erindið Vélaverktaka til sveita – tæknilausnir og hagkvæmni, Brynjar Már Karlsson sem starfar við nýsköpun og þróun hjá Marel flutti erindið Tækni við úrvinnslu búvara – rekjanleiki og upplýsingagjöf til neytenda.
 
Pallborðsumræður voru fyrir kaffihlé og að erindum loknum.
 
Ráðstefnustjóri var Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.
 
Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru
Fréttir 29. ágúst 2024

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru

Í Þykkvabænum er útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru þegar á heildina er litið...

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvæl...

Kyngreining sæðis hefst í haust
Fréttir 28. ágúst 2024

Kyngreining sæðis hefst í haust

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur gengið frá samningum við bandaríska f...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. sep...

Kettir mega ekki vera á flækingi
Fréttir 28. ágúst 2024

Kettir mega ekki vera á flækingi

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um kattahald í þéttbýl...

Lokahnykkurinn á ljósleiðaravæðingu
Fréttir 28. ágúst 2024

Lokahnykkurinn á ljósleiðaravæðingu

Stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árs...

Aukin bandvídd á Vestfjörðum
Fréttir 27. ágúst 2024

Aukin bandvídd á Vestfjörðum

Nýr bylgjulengdarbúnaður á stofnneti Mílu á Vestfjörðum styður nú við aukna band...