Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Köttur sem ber kraga með bjöllum utan um hálsinn, en slíkur búnaður getur minnkað veiðiafköst katta á smáfuglum. Ný samþykkt Bláskógabyggðar um kattahald er m.a. ætlað að vernda fuglalíf.
Köttur sem ber kraga með bjöllum utan um hálsinn, en slíkur búnaður getur minnkað veiðiafköst katta á smáfuglum. Ný samþykkt Bláskógabyggðar um kattahald er m.a. ætlað að vernda fuglalíf.
Mynd / Aðsend
Fréttir 28. ágúst 2024

Kettir mega ekki vera á flækingi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um kattahald í þéttbýli sveitarfélagsins.

Þar kemur m.a. fram að köttum skal haldið þannig að þeir valdi ekki hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði. Ef köttur veldur nágrönnum eða öðrum ítrekuðu ónæði, óþrifum eða tjóni, þá beri eiganda eða umráðamanni að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Eigandi eða umráðamaður kattar skal greiða það tjón sem köttur hans veldur.

Markmið samþykktarinnar um kattahald í sveitarfélaginu er að stuðla að því að eigendur og umráðamenn katta fari vel með þá, tryggi þeim góða vist, sjái til þess að þeir séu ekki á flækingi og að af þeim stafi hvorki ónæði né tjón. Markmiðið er einnig að stuðla að verndun fuglalífs.

Í gjaldskrá Bláskógabyggðar vegna kattahalds kemur fram að gjald vegna handsömunar kattar greiðist við afhendingu kr. 12.500. Að auki skal greiða daggjald 3.000 kr. fyrir hvern dag fyrir þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi kattar, þ.m.t. útkall dýraeftirlitsmanns, fóðrun og auglýsingar.

Skylt efni: Bláskógabyggð | kettir

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...