Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. september.

Þetta er í annað sinn sem slík ráðstefna fer fram hér á landi. Þörungarækt er í hraðfara vexti í heiminum. Markmið Arctic Algae er að skapa aukna umræðu um þörungastarfsemi og tengja saman fólk úr geiranum til þess að kynnast og læra hvað af öðru.

Á ráðstefnunni verður fjallað um hagræn- og umhverfisáhrif tengd smá- og stórþörungastarfsemi. Ræktun og fullvinnsla smáþörungaafurða er í mikilli sókn og hér á landi hefur byggst upp þörungavinnsla á heimsvísu. Talið er að engin matvælaframleiðsla úr hafinu hafi vaxið jafnhratt á síðustu áratugum og ræktun og fullvinnsla þörunga.

Arctic Algae fer fram í höfuðstöðvum Arion banka við Borgartún og er stýrt af Rækt nýsköpunarmiðstöð lagareldis með Samtökum þörungafélaga og unnin í samstarfi við evrópsku þörungasamtökin EABA. Auk ráðherra matvæla og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, innlendra aðila og framkvæmdastjóra World Wildlife Fund, taka þátt fulltrúar stærstu félaga í Færeyjum, Noregi og Bandaríkjunum í stórþörungaræktun og fullframleiðslu.

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...