Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristrún Ingólfsdóttir, löggiltur endurskoðandi, hjá KPMG og sérfræðingur skattspora.
Kristrún Ingólfsdóttir, löggiltur endurskoðandi, hjá KPMG og sérfræðingur skattspora.
Fréttir 16. september 2021

Hvað er skattspor fyrirtækja

Höfundur: Sigurgeir B. Kristgeirsson

Við þekkjum orðið upplýsingaóreiðu orðið nokkuð vel og að við tölum nú ekki um falsfréttir í daglegri umræðu. Greinarhöfundur er auk þess að vera menntaður búfræðingur, hagfræðingur líka. Í sveitinni skipti miklu að skrá allt rétt og samviskusamlega því skráningarnar voru mikilvægar utanumhaldi t.d. um fengitíma, ætterni, áætlaðan burð, nyt, fallþunga og fleira sem mikilvægt var við kynbætur og þar með framfarir bústofnsins.

Það er t.d. afar ánægjulegt að sjá að meðalkú á Íslandi mjólkar nú um 2.500 lítrum meira en hún gerði þegar ég nam búfræði. Þær framfarir hefðu ekki átt sér stað ef bændur hefðu falsað skráningar sínar eða fært fjár-, kúa- eða hrossabókhald eins og þeim hentaði hverju sinni. Öllum áhugamönnum um búfjárrækt er því ljóst mikilvægi þess að leggja út af staðreyndum fremur en falsi og óreiðu. Á því byggjast framfarir. Í aðdraganda kosninga verður án efa mikið rætt um tölur og hlutföll hvers konar þegar talið berst að skatttekjum hins opinbera og útgjöldum. Það hefur reynst mér erfiðara, sem hagfræðingi, að ná utan um þá umræðu og skilja heldur en búfræðingnum um búfjárbókhaldið.

Ráðgjafarfyrirtækið KPMG hefur kynnt til sögunnar nýtt verkfæri, skattspor fyrirtækja, sem tæki til að skilja umræðu um skatta betur og færa þá til staðlaðs og samanburðarhæfs forms, líkt og bændur hafa gert um áraraðir búfjárbókhald sitt. Kristrún Ingólfsdóttir, löggiltur endurskoðandi, hjá KPMG og sérfræðingur skattspora var fús að segja okkur frá hvað skattspor væri.

Hvað er skattspor?

,,Skattsporið tíundar alla þá skatta sem hljótast af og greiðast í tengslum við rekstur fyrirtækja. Það sýnir heildar verðmætasköpun félaga, það er að segja heildartekjur, og hvert verðmætin fara. Hluti fer til starfsmanna í formi launa, hluti fer til birgja þ.e.a.s þeirra sem selja umbúðir, olíu og raforku, veiðarfæri og tryggingar svo nokkuð sé nefnt, hluti fer til lánveitenda í formi vaxta, hluti fer til eigenda í formi arðs og síðast en ekki síst fer hluti í sameiginlega sjóði okkar í formi skatta. Skattar eru ekki bara skattur af hagnaði, heldur líka tekjuskattur og útsvar sem félagið skilar af launum launþega auk lífeyrisgreiðslna þeirra, tryggingagjald sem lagt er ofan á launagreiðslur, kolefnisgjöld, veiðigjöld, hafnargjöld, fasteingaskattar auk annarra skatta og gjalda sem lögð eru á rekstur. Skattsporinu er ætlað að draga þessa skiptingu fram og sýna hvað kemur í hlut hvers. Allt þetta er gert með samræmdum hætti og er því samanburðarhæft á milli landa,“ segir Kristrún.

Skattar eru mismunandi

Umræða um skatt er afskaplega flókin og fáir gera sér í raun grein fyrir hversu mikill hluti launa endar í vasa ríkis og sveitarfélaga hér á landi, hvað þá erlendis og hver túlkar eins og honum hentar. Með reglubundnum hætti birtast svo fréttir af því hvernig skattgreiðslum er háttað í nágrannaríkjum okkar og þá vitnað til samanburðar við ,,ríki sem við viljum helst bera okkur saman við“. En hvernig fer samanburður fram milli landa?

,,Í sumum löndum er skattprósenta há en þá er minna af öðrum gjöldum á móti. Í öðrum löndum er þessu öfugt farið. Við erum að eyða ósamræmi sem er í skattkerfunum og setja fram með samræmdum hætti. Með skattsporinu erum við að draga fram hvernig verðmætasköpun fyrirtækja skiptist og hvað endar í hlut hvers og eins, þ.e.a.s starfsmanna, birgja, banka, eigenda og síðast en ekki síst ríkis og sveitarfélaga,“ segir Kristrún og bætir við: „Ársreikningi félaga er ekki ætlað að draga fram skattspor eða skatta sem skapast af rekstrinum heldur nýtist hann eigendum til að gera sér grein fyrir rekstrinum, hagnaði eða tapi, og til skattlagningar fyrir ríkissjóð. En tekjuskattur fyrirtækis er einungis lítið brot þeirra skatta sem skapast við rekstur fyrirtækja. Það má setja þetta aðeins öðruvísi fram. Ef engin fyrirtæki væru á Íslandi þá væri lítil atvinna og lágar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga og sennilega lítil opinber útgjöld einnig. Fyrirtækin eru því undirstaða skatttekna.“

Lífeyriskerfi landa eru mismunandi

,,Eitt af því sem er mjög mismunandi milli landa er t.d. lífeyriskerfi. Á Íslandi greiða allir í lífeyrissjóði, ákveðið hlutfall launanna og fá síðan greitt út úr þeim við starfslok. Það fær nánast enginn lífeyri í samræmi við inngreiðslur því fólk sem greiðir inn af háum launum fær hlutfallslega minna, sumir fá meira greitt út því þeir lifa lengur en aðrir o.s.frv. Íslenska lífeyriskerfið er að uppistöðu til samtryggingarkerfi þar sem við tryggjum hvert annað. Í Danmörku t.d. þá eru lífeyrisgreiðslur hluti skattgreiðslna til ríkisins og ríkið ábyrgist lífeyrisgreiðslur á efri árum. Í skattsporinu teljum við greiðslur til lífeyrissjóða hluta af skatttekjum þrátt fyrir að á Íslandi renni greiðslurnar til lífeyrissjóða en í Danmörku til ríkisins. Íslensku lífeyrissjóðirnir greiða sjóðsfélögum sínum svo lífeyrinn á efri árum en í Danmörku er það ríkið sem ábyrgist greiðslurnar. Við gerum sérstaka grein fyrir greiðslum til lífeyrissjóða í skattsporinu svo lesendur geti glöggvað sig á þeim,“ segir Kristrún.

Skattspor mikilvægt í pólitískri umræðu

Orðið samfélag er mikið notað í pólitískri umræðu og hver túlkar með sínum hætti. Hér notum við orðið um samfélag okkar Íslendinga, okkur sem heild. Skattsporinu er ætlað að sýna hvernig tekjur fyrirtækja skiptast milli launþega, ríkis- og sveitarfélaga, birgja, banka og síðast en ekki síst eigenda. Í tilfelli sjávarútvegsins enda um 80–85% tekna hans í höndum Íslendinga en 15–20% í höndum útlendinga í formi erlendra aðfanga einkum í formi olíu, véla og skipa, svo nokkuð sé nefnt. En hvernig gagnast upplýsingar um skattaspor okkar íslenska samfélagi?

,,Þau fyrirtæki sem upplýsa um skattaspor sitt eru að veita meiri upplýsingar en lög krefjast og svara þannig ákalli um meira gagnsæi upplýsinga og opnari umræðu. Vel rekin fyrirtæki auka hagsæld samfélags síns. Þau greiða að jafnaði hærri skatta til ríkis og sveitarfélaga, hafa meiri getu til nýsköpunar og þróunar og annarra mikilvægra fjárfestinga og skapa þannig meiri hagsæld samfélagsins í víðasta skilningi þess orðs en fyrirtæki í erfiðum rekstri. Það eru ekki bara eigendurnir sem hagnast, heldur allt samfélagið. Skattasporið kemur því sterkt inn í þessa umræðu og á mikið erindi til almennings og er ætlað til að upplýsa um framlag fyrirtækisins til samfélagsins og einfalda samanburð,“ sagði Kristrún að lokum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...