Hvammsfjarðar- og Tvídægrulína styrktar
Matvælaráðuneytið hefur samþykkt aukafjárveitingu til Matvælastofnunar (MAST) vegna viðhalds á Hvammsfjarðar- og Tvídægrulínu.
Var sótt um viðbótarfjármagn vegna nýlegra riðutilfella á Norðurlandi vestra og umræðu um takmarkað viðhald á varnarlínum og verður því varið til viðhalds á Hvammsfjarðar og Tvídægrulínu. Samtals er um að ræða 4,5 milljónir króna sem koma til viðbótar því fé sem þegar hafði verið ákveðið að úthluta til viðhalds á þessum tveimur girðingum.
Segir á vef MAST að Matvælastofnun fagni því að auknum fjármunum sé veitt í sjúkdómsvarnir með þessum hætti.