Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvatning til að flýta fengitíma
Mynd / BBL
Fréttir 9. nóvember 2016

Hvatning til að flýta fengitíma

Höfundur: TB

Sláturfélag Suðurlands hefur birt sláturáætlun og verðhlutföll fyrir kindakjöt vegna ársins 2017. Upplýsingarnar eru settar fram fyrr en áður hefur tíðkast. Að sögn forsvarsmanna SS er það gert til þess að bændur geti flýtt fengitíma ef þeir telja sér hagstætt að slátra fyrr en áður. Með því að flýta slátrun og útvega þannig nýtt dilkakjöt á markaðinn í byrjun september geta bændur vænst allt að 20% hærra verðs fyrir sínar afurðir.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að sú breyting verði gerð að samfelld slátrun hefst tveimur dögum fyrr en áður og sláturtími í nóvember verði styttur. Áætlað er að slátrun hefjist 6. september og að engir sláturdagar verði þar á undan. Slátrun í október er einnig aukin. Breytingar verða á verðhlutföllum sem byggja á reynslu þessa hausts og þau gilda aðeins um innlegg sem eru innan gæðastýringar.

Svokölluð þjónustuslátrun verður 29. nóvember en hún er ætluð fyrir það fé sem bændur flokka frá, síðgotunga og eftirheimtur en ekki fyrir almenna slátrun. Greitt verður 85% af lægsta verði haustsins fyrir innlegg í þjónustuslátrun.

Verðið sjálft verður ákveðið þegar nær dregur hausti líkt og tíðkast hefur.

 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...