Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hjónin og bændurnir Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson á Brúsastöðum í Vatnsdal.
Hjónin og bændurnir Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson á Brúsastöðum í Vatnsdal.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. nóvember 2016

Hver meðalkýr á Brúsastöðum mjólkar 8,8 tonnum á ári

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það stefnir í hörkukeppni milli kúabænda landsins varðandi röðun í tíu efstu sætin yfir afurðahæstu búin að meðaltali á kú 2016. Virðist samt nokkuð líklegt að Brúsastaðir í Vatnsdal hreppi þar fyrsta sætið og þá ekki í fyrsta sinn. 
 
Þegar skoðaðar eru tölur frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í lok október tróna Brúsastaðir efst með 8.814 kg eftir hverja mjólkurkú að meðaltali síðustu 12 mánuði þar á undan. Þýðir þetta að margar kýr eru með meiri nyt og nokkrar með um og yfir 12.000 kg. Er greinilegt að bændurnir Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson sem reka búið Brúsa ehf. kunna vel til verka, því þau voru líka með afurðahæsta búið að meðaltali á hverja kú á árinu 2014 og 2013. Þá var búið í tíunda sæti árið 2012.
 
Á Brúsastöðum eru nú 51,1 árskýr og hefur fjöldinn verið svipaður undanfarin ár, en þó einhver smá fjölgun. Þar er Lely-mjaltaþjónn sem Sigurður og Gróa keyptu notaðan fyrir nokkrum árum en á bænum var áður mjaltabás. Segir Sigurður að mjaltaþjónninn standi sig vel og batni bara með árunum.
 
Fjöldi búa með afburða árangur
 
Ótrúlega lítill munur er á næstu níu afurðahæstu búum landsins að meðaltali á kú. 
Í öðru sæti í lok október voru Gautsstaðir á Svalbarðsströnd í Eyjafirði. Þar býr Pétur Friðriksson. Meðalnytin af 97,9 árskúm á tólf mánaða tímabili er 8.182 kg.
 
Í þriðja sæti eru Moldhaugar í Eyjafirði, en þar búa Þröstur Þorsteinsson og Sara Saard Wijannarong með 61,6 árskýr. Þar var meðalnytin á kú 8.138 kg. 
 
Í fjórða sæti er Hraunháls í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Þar búa Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir með 27,8 árskýr. Meðalnytin hjá þeim var 8.128 kg á tólf mánuðum.
Í fimmta sæti er Garðakot í Skagafirði. Þar búa Pálmi Ragnarsson bóndi og Ása Sigurrós Jakobsdóttir með 65,7 árskýr. Meðalnytin var 8.115 kg.
 
Í sjötta sæti var Núpur milli Berufjarðar og Breiðdalsvíkur. Þar búa Björgvin Rúnar Gunnarsson og Valborg Friðriksdóttir með 80,6 árskýr. Meðalnytin hjá þeim var 8.105 kg. Landsmenn kynntust Björgvini í sjónvarpinu á dögunum. Þurfti hann þá að moka aurskriðu sem fallið hafði úr fjallinu skammt frá bænum. Aðstoðaði hann þar sjúkraflutningamenn við að bjarga ökumanni flutningabíls sem lent hafði í skriðunni. 
 
Í sjöunda sæti var Lyngbrekka 2 á Fellsströnd (Flekkudal) við Hvammsfjörð. Þar búa Ármann Rúnar Sigurðsson og Sigrún Hanna Sigurðardóttir með 23,4 árskýr (í raun eru á búinu í dag 65 árskýr). Meðalnyt hjá þeim var 8.087 kg. 
 
Í áttunda sæti var félagsbúið Stóru-Tjarnir vestan við Ljósavatn í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar búa Ástvaldur Þorvaldsson og Laufey Skúladóttir með 51,1 árskú. Meðalnytin síðustu tólf mánuði var 8.056 kg. 
 
Í níunda sæti var Félagsbúið Espihóli í Eyjafirði. Þar búa Jóhannes Ævar og Kristinn Jónssynir ásamt fjölskyldum og er búið með 62,3 árskýr. Meðalnytin var 7.939 kg.
 
Í tíunda sæti var Reykjahlíð á Skeiðum á Suðurlandi þar sem Búkostir ehf. er skráð fyrir rekstri. Þar búa Sveinn Ingvarsson og Katrín Helga Andrésdóttir. Árskýr eru 70,7 og meðalnytin á síðasta tólf mánaða tímabili var 7.909 kg. 
 
Fjöldi búa kemur svo þar fast á eftir með ársnyt sem hver bóndi má þykja fullsæmdur af og hefði oft dugað í allra efstu sætin.
 
Aukning upp á nær tonn á hverja kú á tveim árum
 
Er árangurinn á Brúsastöðum í Vatnsdal nú sérlega eftirtektarverður, því kýrnar á bænum eru að skila nær þúsund kílóum (einu tonni) meira að meðaltali en 2014. Ljóst má vera að til að ná slíkum árangri verður ansi margt að ganga upp, bæði í ræktun gripa, heyskap, fóðrun og umhirðu. Þá mjólka kýrnar í raunveruleikanum heldur ekki eftir neinum meðaltölum enda einhverjar að fara yfir 12.000 kg nyt á ári. 
− Framhald á bls. 2 í nýju Bændablaði
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...