Hvetja nýjan ráðherra til dáða
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Nýr landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, er hvattur til að standa með íslenskum bændum, búfénaði og neytendum í kjölfar EFTA-dóms varðandi innflutning á fersku kjöti, með því að tryggja að sjúkdómavarnir landsins og þar með áframhaldandi heilnæmi þeirrar vöru sem til boða stendur á íslenskum markaði.
Hvatningin kemur fram í bókun landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sem samþykkt var á dögunum. „Heilbrigði hinna íslensku búfjárstofna, sem og hverfandi notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi, er auðlind sem ekki ber að vanmeta og getur skipt sköpum þegar litið er til framtíðar, bæði varðandi afkomu bænda sem og kostnað við heilbrigðiskerfi landsins í framtíðinni,“ segir jafnframt í bókun ráðsins.