Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Útlitið var ágætt snemma sumars.
Útlitið var ágætt snemma sumars.
Mynd / smh
Fréttir 11. október 2021

Hvítlauksuppskeran um eitt tonn á Efri-Úlfsstöðum

Höfundur: smh

Nýr íslenskur hvítlaukur frá hvítlauksbóndanum Herði Bender á Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum er nú kominn í verslanir. Hann áætlar að setja um eitt tonn á markað.

Hörður segir að vorið hafi verið mjög kalt og sumarið blautt. Þá hafi illgresið verið talsvert til vandræða – sérstaklega arfinn. „Þetta tilraunasumar er hins vegar ágætis vísbending um að þetta muni virka, það þarf að huga vel að því að drena akrana og svo ræktun skjólbelta – sem ég er reyndar þegar kominn af stað með. Við gróðursettum tíu þúsund tré í sumar og stefnum á að tvöfalda þann fjölda á næsta ári.“

Kalt vor og blautt sumar

Áform voru uppi hjá Herði að selja almenningi aðgang að akrinum nú í haust, en vegna þess hversu blautur akurinn var og vegna þess að horfur voru um lakari uppskeru, hætti hann við það þetta árið. „Það liggur fyrir að eitt af þessum sex yrkjum virkaði almennilega. Ég geri ráð fyrir núna að þetta muni taka fimm ár, að gera aðstæður hér ákjósanlegar og finna hentug yrki áður en framleiðslan verður það sem kalla megi stöðug,“ segir Hörður.

Hvítlauksolíugerð úr því sem ekki fer í búðir

Sem fyrr segir mun um eitt tonn af góðum hvítlauk fara í almenna sölu. Hörður segir að minni hvítlaukurinn, sem hentar ekki á markað, verði notaður til framleiðslu á hvítlauksolíu og hann er strax kominn af stað í undirbúningsferil fyrir þá vöruþróun.

Hvítlaukurinn hér í þurrkun á Efri-Úlfsstöðum. Myndir / úr einkasafni

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...