Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jóna Björg Jónsdóttir með maríulaxinn úr Haukadalsá.
Jóna Björg Jónsdóttir með maríulaxinn úr Haukadalsá.
Í deiglunni 2. september 2019

Maríulaxinn úr Haukadalsá

Höfundur: Gunnar Bender
Þrátt fyrir laxleysissumar hafa nokkrir fengið maríulaxinn sinn í sumar og ein af þeim er Jóna Björg sem veiddi hann í Haukadalsá í Dölum. Enda hefur verið erfitt að umgangast laxinn dögum saman í sumar vegna lítils vatns. En allt kemur þetta með lagninni og þolimæðinni.
 
Jóna Björg Jónsdóttir fór í sinn fyrsta laxveiðitúr í Haukadalsá. Andri Þór Arinbjörnsson, eiginmaður Jónu, starfaði áður fyrr sem leiðsögumaður og með honum hafa öll börnin þeirra þrjú fengið maríulax en núna var komið að Jónu að spreyta sig. Á fyrsta veiðistað var farið í kastkennslu en svo þegar þurfti að kasta aðeins lengra setti Andri í lax sem Jóna fékk að æfa sig á að þreyta. Sá losnaði af en það gerði ekki mikið til því Jóna fékk með þessu allan þann undirbúning sem þurfti fyrir maríulaxinn sem hún yrði auðvitað að setja í sjálf. Þegar Jóna strippaði Undertaker tvíkrækju nr. 16 yfir hyl neðar í ánni tók hængur sem kom á land að lokum eftir taugatrekkjandi viðureign. 
 
Maríulaxinn var 68 sentímetra langur hængur, virkilega fallegur fiskur. Nú er góðum áfanga náð í þeirra fjölskyldu því allir fjölskyldumeðlimir hafa fengið sinn maríulax en Jóna á sjálfsagt eftir að veiða marga til viðbótar því að hún fylgdi öllum ströngustu reglum um veiðiuggaát. 
 
Haukadalsáin er afar vatnslítil þessa dagana og örfáir staðir sem halda laxi en aðeins hefur rignt en ekki mikið.  Hollið sem var að klára þriggja daga veiði fékk þó 9 laxa, þar af einn 98 sentímetra hæng sem fékkst á Pheasant tail. Haukadalsáin er rétt skriðin yfir 120 veidda laxa en vonandi batna aðstæður til veiða með haustinu.
 

Skylt efni: Haukadalsá | stangaveiði

Gömul saga og ný
Fréttaskýring 24. mars 2025

Gömul saga og ný

Í niðurstöðum ráðuneytisstjórahóps matvælaráðuneytisins um fjárhagsvanda landbún...

Mikil þörf á afleysingafólki
Fréttaskýring 21. mars 2025

Mikil þörf á afleysingafólki

Mikil þörf er á fleira afleysingafólki fyrir bændur. Fáir virðast hafa afleysing...

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja
Fréttaskýring 12. mars 2025

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja

Dýraverndarsamtök Íslands telja að færa eigi stjórnsýslu dýravelferðar frá Matvæ...

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega
Fréttaskýring 25. febrúar 2025

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega

Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála, sem e...

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?
Fréttaskýring 10. febrúar 2025

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?

Einu hveitimyllu landsins verður lokað á allra næstu vikum. Með því verða Íslend...

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar
Fréttaskýring 5. febrúar 2025

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar

Forsvarsmenn stærstu svínabúa landsins eiga í ágreiningi við hið opinbera vegna ...

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...