Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Arna Lára Jónsdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Fréttir 30. júní 2022

Íbúum fjölgar aftur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Arna Lára Jónsdóttir tók til starfa sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í byrjun mánaðarins.

Áður gegndi Birgir Gunnarsson starfinu. Arna hefur verið bæjarfulltrúi síðan árið 2006. Hennar fyrsta verk í starfi var að taka á móti forsetahjónunum sem komu í sína fyrstu opinberu heimsókn til Ísafjarðarbæjar.

„Ég hefði ekki getað valið mér betra upphaf. Þetta er mikill heiður fyrir mig að fá að sinna þessu ábyrgðarmikla starfi í umboði bæjarbúa. Þetta er í senn spennandi og krefjandi en ég er full tilhlökkunar fyrir starfinu.

Það er mikil uppbygging fram undan í Ísafjarðarbæ og íbúum farið að fjölga aftur. Það kallar á að skipulagsmálin verði ofarlega á blaði. Finna þarf lóðir og undirbúa byggingu nýs íbúðarhúsnæðis, en mikil þörf er á slíku. Við þurfum fleira fólk hingað vestur, þar sem atvinnulífið er í miklum vexti. Sveitarfélagið þarf að styðja við og liðka til við hinar ýmsu framkvæmdir sem einstaklingar og fyrirtæki eru að ráðast í. Það liggur einnig fyrir að við þurfum aðhugaaðfleirileikskólaplássum og svo er farið að þrengja að grunnskólanum á Ísafirði. Við erum að klára lengingu á Sundabakka og þar skapast
mikil tækifæri fyrir höfnina og hafnartengda starfsemi. Þannig það eru bjartir tímar í Ísafjarðarbæ og mikið undir að við spilum vel úr þeim aðstæðum sem hér eru fyrir hendi.

Helstu styrkleikar sveitarfélagsins liggja í samfélaginu og í fólkinu sem hér býr. Það er mikil gróska, drifkraftur og seigla sem einkennir þetta samfélag. Gjöful fiskimið og falleg náttúra skapa okkur eftirsóknarverða sérstöðu.

Helstu áskoranir Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum er að verulega skortir upp á að ríkið hafi sinnt skyldu sinni við að byggja upp innviði samfélagsins. Hér vísa ég í raforkuöryggi sem er ófullnægjandi og samgöngur eru ekki boðlegar samfélagi á 21. öldinni. Það vantar nokkur jarðgöng og almennilega vegi sem uppfylla nútímakröfur svo fólk komist öruggt á milli byggðarlaga, auk þess sem við þurfum að koma afurðum okkar á markað.

Ísafjarðarbær er í mikilli þörf fyrir auknar tekjur til að standa undir þeim vexti sem er fram undan og við horfum til þess að fá stærri hluta af auðlindagjöldum af fiskeldi til sveitarfélagsins,“ segir Arna Lára.

Ísafjarðarbær varð til 1. júní 1996 þegar Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri sameinuðust, en áður hafði Hnífsdalur sameinast Ísafirði. Stærð sveitafélagsins er 2.379 ferkílómetrar. Íbúafjöldinn er 3.840 manns. Atvinnulíf á Vestfjörðum byggir á frumframleiðslugreinum og þá fyrst og fremst á sjávarútvegi, en það er sú grein sem skilar mestu tekjum á svæðinu. Fiskeldi er sú atvinnugrein sem vex hraðast á í sveitarfélaginu.

Skylt efni: nýjir sveitastjórar

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...