Innflutningur á ferskum matvælum - hver er hættan?
Ögmundur Jónasson fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra heldur opinn fund í Iðnó laugardaginn 25. febrúar undir yfirskriftinni Hver er hættan á innflutningi á ferskum matvælum?
Fundurinn hefst klukkan 12 og fær Ögmundur tvo af helstu sérfræðingum landsins á þessu sviði til liðs við sig til að svara þessari spurningu. Þetta eru þeir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landsspítala Íslands og Vilhjálmur Svansson dýralæknir og sérfræðingur á Tilraunastöð HÍ á Keldum.