Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Karl G. Kristinsson prófessor.
Karl G. Kristinsson prófessor.
Fréttir 7. apríl 2017

Innflutningur á ferskum matvælum – hver er áhættan?

Á undanförnum misserum hafa verið nokkuð harðar deilur um hver sé áhættan af innflutningi á ferskum matvælum og hvort núverandi sjúkdómastaða sé einhvers virði. Ljóst er að hér á landi eru vandamál sem fylgja lyfjaónæmi mjög lítil miðað við það sem víða gerist, ekki síst í suður Evrópu. Mikilvægt er að þessi umræða byggi á rannsóknum og upplýsingum eins og þær geta bestar orðið.

Óvíða er jafn stórt hlutfall samfélagsins og í Eyjafirði sem lifir á landbúnaði, úrvinnslu og þjónustu við hann. Mikilvægi þess að þær vörur sem hér eru framleiddar njóti sannmælis vegna hreinleika, bæði hvað varðar takmarkaða notkun lyfja og eiturefna. Á þessum fundi flytja sérfræðingar í fremstu röð erindi um þá hættu sem það hefur í för með sér að flytja fersk matvæli til landisins.

Karl G. Kristinsson prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans mun halda erindi sem nefnist: „Stafar lýðheilsu Íslendinga hætta af innflutningi á ferskum matvælum?“ á fundi sunnudaginn 9. apríl kl. 11-13, á Hótel Kea Akureyri sem ber yfirskriftina: Innflutningur á ferskum matvælum – hver er áhættan?

Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er með erindi sem nefnist: „Núverandi sjúkdómastaða er auðlegð sem okkur ber að verja.“

Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson fyrrverandi alþingismaður.

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvæl...

Kyngreining sæðis hefst í haust
Fréttir 28. ágúst 2024

Kyngreining sæðis hefst í haust

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur gengið frá samningum við bandaríska f...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. sep...

Kettir mega ekki vera á flækingi
Fréttir 28. ágúst 2024

Kettir mega ekki vera á flækingi

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um kattahald í þéttbýl...

Lokahnykkurinn á ljósleiðaravæðingu
Fréttir 28. ágúst 2024

Lokahnykkurinn á ljósleiðaravæðingu

Stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árs...

Aukin bandvídd á Vestfjörðum
Fréttir 27. ágúst 2024

Aukin bandvídd á Vestfjörðum

Nýr bylgjulengdarbúnaður á stofnneti Mílu á Vestfjörðum styður nú við aukna band...

Saman í rannsóknir
Fréttir 27. ágúst 2024

Saman í rannsóknir

Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til að au...