Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Innflutningur á kjöti jókst um 12,9% 2016
Mynd / BBL
Fréttir 8. mars 2017

Innflutningur á kjöti jókst um 12,9% 2016

Höfundur: EB / HKr.
Innflutningur á kjöti af nautgripum, svínum og alifuglum (kalkúnum og kjúklingum) árið 2016 nam samtals 2.931 tonni. Jókst innflutningurinn um 12,9% frá 2015 þegar hann nam 2.597 tonnum.
 
Enn fremur voru flutt inn 287 tonn af unnum kjötvörum sem að uppistöðu er kjöt af fyrrnefndum tegundum. Þar varð lítils háttar samdráttur frá fyrra ári þegar innflutningur nam 305 tonnum.
 
Innflutt kjöt er að stærstum hluta beinlaust, þ.e. úrbeinað kjöt. Til að umreikna það til jafngildis við sölu á kjöti í heilum skrokkum hefur innflutningur verið umreiknaður í skrokka og er reiknað með að nýtingarhlutfall kjöts sé um 60% af skrokki.  
 
Þegar leiðrétt hefur verið fyrir þessu nemur hlutdeild innflutts kjöts í heildarmarkaði 21% árið 2016. Þar við bætast svo unnar kjötvörurnar. Heildar kjötmarkaðurinn á árinu 2016 skiptist eins og sjá má í meðfylgjandi töflu á eftirfarandi hátt niður á kjöttegundir. 
 
 
Útflutningur til margra landa
 
Alls voru flutt út 2.781,6 tonn af lambakjöti að verðmæti 1.826 milljónir króna. Meðalverðmæti fob nam 656 kr/kg. Útflutningur í magni er mestur til Bretlands en þangað fóru 810 tonn en um 80% af því eru fryst úrbeinuð lambaslög. 
 
Til Noregs fóru 550 tonn, að stærstum hluta fryst lambakjöt í heilum skrokkum. Þriðja stærsta viðskiptalandið eru Færeyjar með 322 tonn. Í 4.–6 sæti. eru Spánn, Rússland og Bandaríkin í þessari röð. Af afurðum er útflutningur mestur á frystum úrbeinuðum slögum 27% og lambakjöt í heilum skrokkum, nýtt og fryst 28%.
 
Hrossakjöt var flutt út til 7 landa, alls 272 tonn að verðmæti 92 millj. kr. Útflutningur á skyri nam 1.261 tonni að verðmæti 491 m.kr. Um 450 tonn fóru til Sviss og 322 tonn til Bandaríkjanna.
 
Æðardúnn var fluttur út til 9 landa. Mikilvægasta landið er Japan en þangað fór 63% af framleiðslunni. Heildarútflutningur nam 3.382 kg að verðmæti 694 m.kr., eða rösklega 205.000 kr/kg. Þá nam útflutningsverðmæti minkaskinna 746 milljónum króna. 

Skylt efni: kjötinnflutningur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...