Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Innflutningur eykst stöðugt á landbúnaðarafurðum
Fréttir 18. janúar 2018

Innflutningur eykst stöðugt á landbúnaðarafurðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár og má búast við að niðurfelling tolla auki þann innflutning enn frekar.  
 
 
Miðað við tölur Hagstofu Íslands um innflutning á búvörum í nóvember síðastliðnum, þá jókst innflutningur á nautakjöti frá áramótum til loka nóvember um 28% frá árinu 2016. Var breytingin á milli ára því 128%. Þá nam aukningin um 33% á svínakjöti og 15% á alifuglakjöti. Þá jókst innflutningur á reyktu, söltuðu og þurrkuðu kjöti um 21%. Eins ríflega tvöfaldaðist innflutningur á pylsum og unnum kjötvörum og var aukningin 106% og breyting þessa 11 mánuði því 206% frá sama tímabili 2016.
 
Veruleg aukning á innflutningi mjólkurafurða
 
Varðandi mjólkurvörur var aukningin mun meiri, eða hvað varðar mjólk, mjólkur- og undanrennuduft og rjóma. Þar var aukningin þessa 11 mánuði milli ára 72%. 
 
Umtalsverð aukning var einnig í innflutningi á sumu grænmeti og var þar t.d. aukning í innflutningi á tómötum um 14%.
 
Aukinn innflutningur vinnur gegn minnkun á CO2
 
Athyglisvert er að skoða þetta í ljósi þess kolefnisspors sem matvælaframleiðsla og flutningar skilja eftir sig og fjallað er um á forsíðu og á blaðsíðum 20 og 21. Þar kemur í ljós að með hliðsjón af losun gróðurhúsalofttegunda, þá er í öllum tilfellum hagstæðara að framleiða vöruna sem næst neytendum og í mörgum tilfellum skilur íslenska framleiðslan eftir sig mun minna kolefnisspor en erlend framleiðsla. Þar spilar hrein orka á Íslandi stóra rullu, sér í lagi í garðræktinni. Aukinn innflutningur á landbúnaðarafurðum vinnur því greinilega gegn markmiðum um að draga úr losun CO2 og annarra gróðurhúsalofttegunda.  
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...