Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eiríkur Ágústsson í Silfurtúni dreifir nú framleiðslunni á fleiri mánuði.
Eiríkur Ágústsson í Silfurtúni dreifir nú framleiðslunni á fleiri mánuði.
Mynd / smh
Fréttir 12. júlí 2019

Innlend jarðarberjaframleiðsla hefur dregist heldur saman vegna aukinnar samkeppni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson
Það vakti talsverða athygli fyrir um tveimur árum þegar garðyrkjustöðin Silfurtún á Flúðum bauð fólki að koma í gróðurhúsin til sín og tína jarðarber fyrir lágt verð. Það kom reyndar ekki til af góðu því bændurnir gripu til þess ráðs fremur en að sitja uppi með óseljanlega uppskeru, en innlend framleiðsla stóð höllum fæti gagnvart auknum innflutningi á þeim tíma. Eitthvað hefur rofað til frá þeim tíma, án þessi þó að beinlínis sé hægt að tala um bjarta tíma hjá jarðarberjabændum. 
 
Hjónin Eiríkur og og Olga Lind Guðmundsdóttir keyptu Silfurtún af Erni Einarssyni árið 2002, sem þá var frumkvöðull í ræktun jarðarberja á Íslandi. Hann ræktaði einnig tómata, gúrkur og var í útirækt – og héldu þau Eiríkur og Olga áfram þeirri ræktun fyrst í stað. 
 
Síðustu ár hafa þau hins vegar að langmestu leyti einbeitt sér að jarðarberjunum, en fyrstu tíu árin þeirra í Silfurtúni voru þau ein um framleiðslu á jarðarberjum á Íslandi.
 
Framleiðslutímabilið lengt
 
„Það má búast við því að júlí og ágúst verði sölumestu mánuðirnir hjá okkur sem ræktum jarðarber á Íslandi,“ segir Eiríkur Ágústsson í Silfurtúni. „Það eru kostir og gallar við að vera eingöngu með jarðarber; það auðveldar allt vinnuskipulag að vera með þetta svona, en á móti kemur að það er meiri áhætta ef eitthvað kemur upp á. 
 
Við höfum verið að lengja ræktunartímabilið af ýmsum ástæðum – og höfum sett upp lýsingu í nokkur húsanna. Við byrjum nú að senda frá okkur í mars og ættum að geta sett ber á markað fram yfir áramót. Ætli það megi ekki búast við að uppskeran verði um 20 tonn yfir árið, sem er svipað og verið hefur. Almennt hefur innlend framleiðsla þó dregist saman.  
 
Við höfum þurft að hagræða í rekstri og það hentar því betur að dreifa framleiðslunni á fleiri mánuði þannig að reksturinn sé stöðugur yfir lengri tíma. Það er líka betra upp á starfsmannahald, við höldum þá okkar starfsfólki allt árið sem er mikils virði.“
 
Hörð samkeppni með auknum innflutningi
 
Eiríkur segir ástæðu þess að grípa hafi þurft til þess að leyfa fólki að nánast hirða hluta uppskerunnar árið 2017 hafi einfaldleg verið sú að ekki hafi verið pláss fyrir framleiðsluna á markaði. „Já, það var búið að vera uppgangur þarna árin á undan og því var innlenda framleiðslan aðeins meiri en áður. En samkeppnin harðnaði skyndilega með komu Costco inn á markaðinn, auk þess sem aðrar verslanir bættu í sinn innflutning. Það seldist nú mest allt fyrir rest, en verðið fór auðvitað niður úr öllu valdi. Okkur datt í hug að auglýsa þetta svona, að fólk gæti komið og tínt hjá okkur ókeypis ber, líka til að vekja athygli á stöðunni. Ég held að það hafi út af fyrir sig tekist nokkuð vel.
 
Núna blasir við að við eigum ekkert alltaf greiðan aðgang að hilluplássi til að geta keppt við innfluttu berin á jafnréttisgrunni. Það er ekkert sjálfsagt að fólki sé einu sinni leyft að velja innlendu berin umfram þau innfluttu – og borga aðeins meira fyrir þau. Ég held að það sé bara ein leið til að laga það ójafnvægi og það er með því að neytendur láti heyra í sér og hreinlega kalli eftir meira framboði af íslensku berjunum,“ segir Eiríkur.
 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...